15 verkefni fengu menningarstyrk

Fréttir

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 15 verkefni styrk að þessu sinni. Sex verkefni fengu samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni.

Aðilar og verkefni sem auðga og dýpka enn frekar listalíf Hafnarfjarðarbæjar

Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg síðasta vetrardag samhliða útnefningu bæjarlistamanns og hlutu 15 verkefni styrk að þessu sinni. Sex verkefni fengu samstarfssamning til tveggja eða þriggja ára að þessu sinni.

Menningarstyrkir eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins. Úthlutun styrkja Hafnarfjarðarbæjar byggir á mati á umsóknum. Menningarviðburðir, listamenn, félagasamtök eða stofnanir sem sækja um styrk verða að tengjast Hafnarfirði með einhverjum hætti. Hér telur t.a.m. föst búseta, að viðburður/verkefni fari fram í Hafnarfirði og/eða að verkefni feli í sér kynningu á menningarstarfsemi Hafnarfjarðar.

Heildarupphæð styrkja í þessari úthlutun er 11,6 milljónir.

Styrkþegar í fyrri úthlutun menningarstyrkja 2022

Málsaðili Heiti verkefnis Veittur styrkur Samstarfs-samningur
Aðalsteinn Gunnarsson Túnleikar á Víðistaðatúni 300.000 kr  
Andrés Þór Gunnlaugsson Síðdegistónar í Hafnarborg veturinn 2022 – 2023 900.000 kr  
Björn Thoroddsen Guitarama 2022 Gítarveisla Bjössa Thor 700.000 kr Til þriggja ára
Daníel Sigríðarson Sirkussýningin Glappakast 300.000 kr  
Erlendur Sveinsson SVEINSSAFN: Stefnumót listar og náttúru 750.000 kr Til þriggja ára
Eyrún Ósk Jónsdóttir Hlaðvarpsleikrit – Listahópurinn Kvistur 200.000 kr  
Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sönghátíð í Hafnarborg 900.000 kr Til þriggja ára
Jasper Matthew Bunch Appoló Listahátið Ungs Fólks í Hanarfirði 500.000 kr  
Júlíana Kristín Jónsdóttir Girls and boys 250.000 kr  
Klara Ósk Elíasdóttir Hafnfirskar stelpur rokka! 800.000 kr  
Olafur Gudlaugsson Hjarta Hafnarfjarðar OFF VENUE í Ölhúsinu Reykjavíkurvegi 300.000 kr  
Páll Eyjólfsson Hjarta Hafnarfjarðar – Samstarfsstyrkur Hafnarfjarðarbæjar og Bæjarbíós slf 4.500.000 kr Til tveggja ára
Reynir Hauksson Flamenco sýningar í Bæjarbíói 400.000 kr  
Stefán Ómar Jakobsson Kabarettleikhús / söngleikjatónlist eftir Kurt Weil 500.000 kr  
Unnur Sara Eldjárn Franskir pop – up tónleikar í Hafnarfirði 300.000 kr  

Auglýst verður eftir umsóknum fyrir síðari úthlutun ársins 2022 í ágúst en bæjarráð hefur auglýst sérstaka viðburða- og menningarstyrki í kjölfar Covid-19 lausa til umsóknar. Umsóknarfrestur er til og með 25. apríl og verða styrkirnir teknir til úthlutunar í bæjarráði.

Hafnarfjarðarbær óskar styrkhöfum öllum innilega til hamingju!

Ábendingagátt