1500 fundur Hafnarstjórnar

Fréttir

1500 fundur Hafnarstjórnar var haldinn nú í morgun. Fyrsti fundur „Hafnarnefndar“ var haldinn 9. september 1909. Fyrsta verkefni nefndarinnar var að undirbúa byggingu hafskipabryggju. Það þótti vel við hæfi að á 1500 fundi Hafnarstjórnar væru kynntar tillögur að frekari hafnarframkvæmdum.

1500 fundur Hafnarstjórnar var haldinn nú í morgun. Fyrsti fundur „Hafnarnefndar“ var haldinn 9.
september 1909. Í nefndinni áttu þá sæti Magnús Jónsson bæjarstjóri, Sigfús
Bergmann og Guðmundur Helgason bæjarfulltrúar. 
Fyrsta verkefni nefndarinnar var að undirbúa byggingu hafskipabryggju. Það þótti vel við hæfi í tilefni dagsins í dag að á 1500 fundi Hafnarstjórnar væru kynntar tillögur að frekari hafnarframkvæmdum þ.e. svokölluðum Háabakka sem mun liggja milli Óseyrarbryggju og Suðurbakka, framan við Háagranda og Fornubúðir.

1000. 
fundur hafnarstjórnar var haldinn 8. apríl 1994 eða fyrir nær 23 árum. Til fróðleiks má nefna að á þessum tímamótum í
sögu Hafnarfjarðarhafnar eru rétt 50 ár liðin síðan framkvæmdir hófust við hafnargerð
í Straumsvík. 40 ár frá því að framkvæmdir hófust við gerð
bílaferjulægis norðan Óseyrarbryggju einmitt á þeim stað sem nú eru að hefjast
undirbúningsframkvæmdir fyrir nýjan viðlegukant. 30 ár frá því að fyrsta
fiskmarkaðshús á landinu var reist á landfyllingum í suðurhöfninni á sama svæði og framkvæmdir eru að hefjast
fyrir nýbyggingu Hafrannsóknarstofnunar.

Núverandi formaður hafnarstjórnar er Unnur Lára
Bryde. Aðrir fulltrúar í Hafnarstjórn
eru; Ólafur Ingi Tómasson, Pétur Óskarsson, Gylfi Ingvarsson og Sigurbergur
Árnason.  Hafnarstjóri er Lúðvík
Geirsson.

Ábendingagátt