16% launahækkun í Vinnuskóla

Fréttir

Laun ungmenna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem fædd eru 2001, 2002 og 2003 verða hækkuð sem nemur 16% sumarið 2017. Bætist þessi hækkun ofan á hækkun á launum vinnuskóla sumarið 2016 en þá voru laun hækkuð um 15%.

Laun ungmenna í Vinnuskóla Hafnarfjarðar sem fædd
eru 2001, 2002 og 2003 verða hækkuð sem nemur 16% sumarið 2017. Bætist þessi
hækkun ofan á hækkun á launum vinnuskóla sumarið 2016 en þá voru launin hækkuð
um 15%.

Rík áhersla er lögð á það að ná inn
duglegum og kraftmiklum einstaklingum fyrir sumarið í mikilvæg verkefni sem
snúa að snyrtileika og frístundum yngri barna. Starfsemi Vinnuskólans í
Hafnarfirði hefur breyst nokkuð hin síðari ár og er nú aukin áhersla lögð á
skólann sem vinnustað með sömu skyldur og verklag og aðrir vinnustaðir sem ungt
fólk sækir. Horft er til vinnusemi og ástundun, stundvísi og hegðunar og þannig
lagður góður grunnur að starfstengdu uppeldi í góðu samstarfi við foreldra
barnanna. Með hækkun launa vill Hafnarfjarðarbær tryggja að laun
sveitarfélagsins séu sambærileg við laun vinnuskóla annarra sveitarfélaga og auka
líkurnar á því að stór hópur unglinga kjósi að starfa hjá bænum nú í sumar.
Opið er fyrir umsóknir í fjölbreytt störf í Vinnuskóla Hafnarfjarðar til 26.
maí.

Sótt er um HÉR

Nánari upplýsingar um Vinnuskóla Hafnarfjarðar er að finna HÉR  

Ábendingagátt