Barnalaugar í Ásvallalaug lokaðar

Fréttir

Vegna nauðsynlegra flísaviðgerða er 16 metra kennslulaug, vaðlaug og rennibraut í Ásvallaug lokaðar frá 6. febrúar. Stefnt er að opnun aftur föstudaginn 10. febrúar.

Frá og með mánudeginum 6. febrúar er 16 metra kennslulaugin í Ásvallalaug ásamt vaðlaug og rennibraut lokuð í nokkra daga vegna viðgerða á flísum á botni kennslualaugarinnar. Vegna aðstæðna er ekki hægt að fastsetja hvenær laugarnar opna á ný en stefnt að opnun aftur föstudaginn 10. febrúar. Viðgerðin hefur ekki áhrif á opnunartíma laugarinnar né notkun á 50 m lauginni.

Ábendingagátt