17. júní 2021 í Hafnarfirði

Fréttir

Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði. Fjölbreytt dagskrá í boði víðs vegar um bæinn.

Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði

Celebrate Iceland’s National Day with us in Hafnarfjörður – Programme in English

Fánar dregnir að húni

Fánahylling á Hamrinum kl. 8 og Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn. 

Skrúðganga frá Hraunbyrgi

Gengið frá Hraunbyrgi við Hjallabraut kl. 13, niður Hjallabraut og út Vesturgötuna inn Strandgötu, upp Mjósund, út Austurgötu að Skólabraut og endar við Menntasetrið við lækinn.

Fyrir gönguna getur fólk í þjóðbúningum safnast saman í Hraunbyrgi, en Annríki – þjóðbúningar og skart verður á svæðinu og aðstoðar þá sem gætu þurft aðstoð við að klæða sig frá kl. 12.

Við Menntasetrið við Lækinn mun Lúðrasveit Hafnarfjarðar spila nokkur lög í lok skrúðgöngu, um kl. 14.

Hellisgerði

  • Setning þjóðhátíðardagskrár kl. 13:30.
  • Ágúst Bjarni Garðarsson formaður bæjarráðs.
  • Karlakórinn Þrestir.
  • Fjallkona Hafnarfjarðar, Bergrún Íris Sævarsdóttir flytur ljóð.
  • Viktoría Tómasdóttir, sigurvegari söngkeppni Samfés flytur lag.

Hörðuvellir

  • Tónleikar með Friðrik Dór og GDRN kl. 14.
  • Leikhópurinn Lotta með tvær sýningar, kl. 15 og kl. 16.
  • Sirkuslistamenn á vappi.
  • Sölubásar.

Víðistaðatún

  • Tónleikar með Friðrik Dór og GDRN kl. 15.
  • Sirkuslistamenn.
  • Skátarnir með leiktæki, klifurvegg og kanóa.
  • Fjör í frjálsum – frjálsíþróttadeild FH býður gestum og gangandi að spreyta sig á skemmtilegum þrautum.
  • Víkingar.
  • Heitt á grillinu.
  • Matarvagnar frá Reykjavík Street food: Tasty, Gastro, Vængjavagninn og Hungry Viking.

Thorsplan

  • Diskótekið Dísa kl. 14:20 og 15:20.
  • Sirkuslistamenn.
  • Listdansskóli Hafnarfjarðar með sýningu kl. 14:45.
  • Bubble show Iceland – sápukúlulistamenn.
  • Sölubásar.

Íþróttahúsið við Strandgötu

Badmintonfélag Hafnarfjarðar býður gestum og gangandi í heimsókn í Íþróttahúsið við Strandgötu kl.13-17. Hægt verður að spila badminton og borðtennis bæði inni og úti, fara í skemmtilega þrautabraut, taka þátt í teiknisamkeppni, kríta, sippa og taka myndir í myndakassa. Þá verður hægt að kaupa rjúkandi heitar vöfflur, nýbakaðar súkkulaðikökur og kaffi á BH kaffihúsinu.

Bókasafn Hafnarfjarðar

Bókasafn Hafnarfjarðar verður í hátíðarskapi og fagnar deginum með margvíslegri skemmtan frá kl. 12.

  • Kaffi og kleinur í tilefni dagsins.
  • Skautun Fjallkonu kl. 12:45. Hildur Rosenkjær frá Annríki, Þjóðbúningastofu skautar Fjallkonu Hafnarfjarðar og fer yfir sögu og merkingu höfuðbúnaðar hátíðarbúninga kvenna.
  • Harmónikkuball á ráðhústorginu kl. 13. Leikföng og krítar fyrir krakkana, og hoppukastalar fyrir minnstu krílin.
  • Útitónleikar kl. 15. Hljómsveitin Fjara og tónlistarmaðurinn Birgir Hansen.

 

Hafnarborg, menningar- og listamiðstöð

Opið í Hafnarborg kl. 12 – 17.

 

  • Benjamín Gísli Einarsson píanóleikari flytur íslensk þjóðlög í útsetningum Benjamíns í aðalsal Hafnarborgar kl. 14.
  • Leiðsögn sýningarstjóra um sýninguna Hrynjandi með verkum Guðmundu Andrésdóttur í aðalsal kl. 15 og sýningin Diskótek með verkum Arnfinns Amazeen í Sverrissal.
  • Tónleikar með Friðrik Dór og Viktoríu Tómasdóttur sigurvegara söngkeppni Samfés við Hafnarborg/Krydd kl. 16.

 

Byggðasafn Hafnarfjarðar

Opið í öllum húsum Byggðasafnsins kl. 11 – 17.

  • Pakkhúsið, ný þemasýning um kaupmanninn á horninu, sýning um sögu Hafnarfjarðar og leikfangasýning.
  • Beggubúð, verslunarminjasýning í þjóðhátíðaranda.
  • Sívertsens-húsið, saga Bjarna Sívertsen og heimili yfirstéttarfjölskyldu frá upphafi 19. aldar.
  • Siggubær, nýuppgerður og endurnýjaður sem sýnishorn af heimili verkamannafjölskyldu frá upphafi 20. aldar.
  • Góðtemplarahúsið, sýning í elsta samkomuhúsi landsins um sögu góðtemplarana í bænum og menningarlífsins í húsinu.
  • Bookless Bungalow, sýning um þá Booklessbræður og útgerð þeirra hér í bænum.
  • Strandstígurinn, ný sýning um sögu Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar.

Langeyrarmalir

Sjósundsfélagið Urturnar leiðbeina bæjarbúum við sjósund frá kl. 10-15.

  • Fargufan Rjúkandi opin frá kl. 10-15.
  • Sundhöll Hafnarfjarðar opin frá kl. 10-17.

Austurgata

Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna og eins og fyrri ár verður margt skemmtilegt og spennandi í boði.

Stræti og torg

  • Hoppukastalar opna kl. 13 víðsvegar um hátíðarsvæðið og verða opnir til kl. 17.
  • Óvæntar uppákomur Listahóps Vinnuskóla Hafnarfjarðar.
  • Óvæntar uppákomur Skapandi sumarstarfa Hafnarfjarðar.
  • Hópur frá Vinnuskóla Hafnarfjarðar mun skreyta hátíðarsvæðið með umhverfisvænum blöðrum.
  • Siglingaklúbburinn Þytur býður gestum og gangandi að prófa kajaka og árabáta við Flensborgarhöfn.
  • Arctic surfers bjóða gestum að prufa SUP við Menntasetrið við Lækinn.
  • Teymt verður undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla við endann á Austurgötu.
  • Fimleikafélagið Björk verður með grillgleði og fimleikafjör ásamt hjólabílum á bílastæði við Venusarhús á Strandgötu 11.

  • Pílukastfélag Hafnarfjarðar býður gestum og gangandi upp á að prófa pílukast milli kl. 13-18 bakatil að Reykjavíkurvegi 64.

Bláljósaakstur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar í tilefni dagsins að aka um nokkrar götur sveitarfélagsins með blá ljós og íslenska fánann á tímabilinu frá kl. 11-14. Því miður er ekki hægt að tímasetja nákvæmlega þar sem Slökkviliðið er á vaktinni eins og alltaf. Tökum vel á móti þeim, um að gera að fara út og fagna.

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast. Við biðjum gesti að virða fjöldatakmörk á viðburðasvæðum, eins metra nálægðarmörk, huga að einstaklingsbundnum smitvörnum og nota andlitsgrímur þegar við á.

Ábendingagátt