Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði kæru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar. Haldið verður upp á 17. júní með veglegum hætti og mun hátíðardagskrá standa yfir frá morgni til kvölds víðsvegar um bæinn. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin fjölbreytt, lifandi og skemmtileg.
Gleðilega þjóðhátíð í Hafnarfirði kæru Hafnfirðingar og vinir Hafnarfjarðar. Haldið verður upp á 17. júní með veglegum hætti og mun hátíðardagskrá standa yfir frá morgni til kvölds víðsvegar um bæinn. Allir fjölskyldumeðlimir ættu að geta fundið eitthvað við sitt hæfi enda dagskráin fjölbreytt, lifandi og skemmtileg. Við hvetjum Hafnfirðinga til að bjóða ættingjum og vinum HEIM í Hafnarfjörðinn og taka heilsubótargöngu um fallega Fjörðinn sinn og njóta.
8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á HamrinumSkátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.
11:00 Þjóðbúningasamkoma í FlensborgAnnríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg kl. 15:00.
Fornbílar frá Fornbílaklúbbi Íslands hittast á bílaplaninu við Flensborgarskólann kl.11. Bílarnir munu síðan aka á undan skrúðgöngunni niður að bílaplaninu við Hafnarborg og vera þar til sýnis framan af degi.
13:00 Skrúðganga frá FlensborgarskólaGengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar og skátafélagið Hraunbúar leiða skrúðgönguna.
Hátíðarhöld á Thorsplani kl. 13:30-17:00Karlakórinn ÞrestirÁvarp fjallkonu, Katla Sif SnorradóttirSetning Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóriÁvarp nýstúdents, Nanna Björg Guðmundsdóttir
Kynnir er Björgvin Franz Gíslason
Skemmtidagskrá við HafnarborgOpið í Hafnarborg frá kl. 12-17
Skemmtidagskrá við ByggðasafniðOpið í fimm húsum Byggðasafnsins frá kl. 11-17 auk ljósmyndasýningar á Strandstíg.Við Pakkhúsið verður hestvagn Bettínu á ferli og hoppukastali.
Skemmtidagskrá við Bókasafnið
Víkingahátíð á VíðistaðatúniVíkingahátíð Rimmugýgjar á Víðistaðatúni frá kl. 13:00-19:00. Aðgangur ókeypis.
AusturgötuhátíðHin stórskemmtilega Austurgötuhátíð verður haldin í níunda sinn þetta árið. Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna og eins og fyrri ár verður margt skemmtilegt og spennandi í boði.
LinnetstígurBrettafélag Hafnarfjarðar setur upp snjóbrettasýningu
Strandgatan, stræti og torgÁ Strandgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, pílukast og tónlist. Þá verða skapandi sumarstörf og listahópur Vinnuskóla Hafnarfjarðar á ferðinni.
Gamli LækjarskóliSiglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum og teymt verður undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla.
SjúkrastofnanirHeiða Ólafsdóttir og Helgi Hannesson heimsækja sjúkrastofnanir og flytja íslenskar perlur
Samgöngur og umferðarlokanirMiðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur:Strandgata og Austurgata: við LækjargötuLinnetstígur: við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23Mjósund: við AusturgötuBílastæði fatlaðra við Linnetstíg 1Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum og ganga eða taka strætó á viðburðastaði.Bendum á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu og Víðistaðaskóla.
17. júní á Byggðasafni HafnarfjarðarLifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna . Opið kl. 11:00-17:00 í fimm húsum: Pakkhúsinu, Sívertsens-húsinu, Beggubúð, Bungalowinu og Gúttó auk ljósmyndasýningar á strandstígnum.
Ókeypis aðgangur.
Pakkhúsið, Vesturgötu 6.Pakkhúsið er aðalsýningarhús Byggðasafnsins og hýsir þrjár sýningar. Þemasýningin „Í skjóli klausturs“, Þannig var… saga Hafnarfjarðar frá landnámi til okkar daga og á efstu hæð hússins er að finna litríka leikfangasýningu fyrir börn og fullorðna. Í Pakkhúsinu er boðið uppá ratleik fyrir börnin.
Sívertsens-hús, Vesturgötu 6.Sívertsens-húsið er elsta hús bæjarins, byggt á árunum 1803-1805 af Bjarna Sívertsen sem var á sinni tíð mesti athafnamaður í Hafnarfirði, rak útgerð, verslun og skipasmíðastöð í bænum. Í húsinu er að finna margvíslegan fróðleik um Bjarna og fjölskyldu hans.
Beggubúð, Kirkjuvegi 3b.Í húsinu er verslunarminjasýning Byggðasafnsins. Húsið var byggt sem verslunarhús árið 1906 fyrir verslun Egils Jacobssens. Það stóð áður við Strandgötu en hefur nú verið flutt á lóð safnsins, gert upp og opnað sem sýningahús.
Bookless Bungalow, Vesturgötu 32.Bungalowið var byggt sem íbúðarhús fyrir skosku bræðurna Harry og Douglas Bookless árið 1918 en þeir ráku umfangsmikla útgerð frá Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar. Í húsinu er sögu erlendu útgerðarinnar frá fyrri hluta 20. aldar í Hafnarfirði gerð skil en húsið sem slíkt er jafnframt einstakur safngripur.
Gúttó, Suðurgötu 7Í Góðtemplarahúsinu hefur Byggðasafn Hafnarfjarðar sett upp sýninguna „Gúttó – Hús templara, vagga félags- og menningarlífs í 130 ár“ þar sem ljósi er varpað á sögu Góðtemplarareglunnar í Hafnarfirði og það mikla félags- og menningarstarf sem fram hefur farið í húsinu í gegnum tíðina.
Strandstígurinn Á strandstígnum meðfram höfninni í Hafnarfirði er Byggðasafn Hafnarfjarðar með sýningaraðstöðu fyrir ljósmyndasafn sitt. Þar má nú sjá sýninguna „Hafnarfjarðarhöfn í 110 ár“. Á sýningunni eru 58 ljósmyndir og nær hún allt frá Dröfn og vestur út Herjólfsgötu.
SKILJUM HUNDANA EFTIR HEIMAAð gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐASTÖÐUM.
Skipaður hefur verið starfshópur sem finna á nýjum golvelli stað í landi Hafnarfjarðar. Samráð verður haft við hagsmunaaðila.
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…