Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði í Hafnarfirði á sjálfan þjóðhátíðardaginn 17. júní. Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Skipulögð dagskrá verður á Thorsplani, við Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar frá kl. 13:30 – 17:00
Boðið verður upp á sannkallaða þjóðhátíðarveislu á 17. júní í Hafnarfirði. Skipulögð dagskrá verður í miðbæ Hafnarfjarðar, á Thorsplani, við Hafnarborg og Byggðasafn Hafnarfjarðar. Á Strandgötunni verða sölubásar, leiktæki, skotbakkar, borðtennis, bogfimi, tónlist, þrautabraut og risa loftboltar og ættu allir fjölskyldumeðlimir að geta fundið eitthvað áhugavert við sitt hæfi.
Dagurinn hefst kl. 8 með því að skátafélagið Hraunbúar draga fána að húni og flagga víðs vegar um bæinn. Þjóðbúningasamkoma verður í safnaðarheimili Víðistaðakirkju kl. 11 þar sem Annríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og eru Hafnfirðingar og aðrir áhugasamir hvattir til að taka fram þjóðbúninga allra landa og bera yfir daginn m.a. í skrúðgöngu frá skátaheimilinu Hraunbyrgi kl. 13. Hátíðarhöld í miðbæ Hafnarfjarðar hefjast kl. 13:30 og standa yfir til kl. 17. Fjallkonan í ár er Eva Ágústa Aradóttir og hefjast hátíðarhöldin með ávarpi hennar. Meðal dagskráratriða eru Karlakórinn Þrestir, Skoppa og Skrítla, víkingabardagi – Rimmugýgur, Emmsjé Gauti, línudans eldri borgara og önnur dansatriði.
Siglingar – bátar og kajakar – á Hamarkotslæk
Siglingaklúbburinn Þytur verður með báta og kajaka á Læknum auk þess sem teymt verður undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla. Hin stórskemmtilega Austurgötuhátíð verður á sínum stað þetta árið og er nú haldin í sjötta sinn. Eins og fyrri ár verður margt skemmtilegt og spennandi í boði. Meðal viðburða verður heimilislegt kaffihús með heitu súkkulaði og vöfflum, tælenskur veitingastaður, handverk, skart, bækur og nokkrir flóamarkaðir. Einnig verður lifandi tónlist í götunni yfir daginn. Guðrún Gunnarsdóttir heimsækir sjúkrastofnanir ásamt Gunnari Gunnarssyni píanóleikara og heldur tónleika. Opið verður fyrir alla í Hjólabrettahöllinni á Flatahrauni hjá Brettafélaginu frá kl. 12 – 18.
Sýningar í söfnum Hafnarfjarðar
Í Hafnarborg standa yfir þrjár sýningar; sýning Einars Fals Ingólfssonar „Landsýn – Í fótspor Johannesar Larsen“, sýning á verkum Söru Gunnarsdóttur og Unu Lorenzen og nefnist hún „Dáið er allt án drauma“ og Annríki – Þjóðbúningar og skart mun ásamt Faldafreyjum sýna íslenska búninga. Aðgangur er ókeypis í Hafnarborg og opið frá kl. 12-17. Byggðasafn Hafnarfjarðar er lifandi og fróðlegt safn fyrir alla fjölskylduna. Ókeypis aðgangur að öllum söfnum og opið frá kl. 11-17 á sex sýningarstöðum: Pakkhúsinu, Sívertsens-húsinu, Beggubúð, Siggubæ, Bungalowinu og Gúttó auk ljósmyndasýningar á Strandstígnum.
Samgöngur og umferðarlokanir
Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan hátíðarhöldum stendur. Gestir og gangandi eru hvattir til að ganga í miðbæ Hafnarfjarðar, taka strætó eða leggja löglega nærri miðbænum. Bent er á fjölmörg bílastæði við Lækjarskóla, Iðnskólann, Flensborg, Íþróttahúsið Strandgötu eða Víðistaðaskóla. Bílastæði fatlaðra eru við Linnetstíg 1.
Sjá dagskrá 17.júní HÉR
Dagskrá á PDF formi til útprentunar
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…