17. júní í Hafnarfirði

Fréttir

Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði.

  • 17 June in Hafnarfjörður

Celebrate Iceland‘s National Day with us here in Hafnarfjörður. Programme in English.
We offer a varied programme of events around the town.

  • 17 czerwca w Hafnarfjörður

Przyjdź i świętuj z nami święto narodowe w
Hafnarfjörður.
Urozmaicone obchody w różnych częściach
miasta.

———————————————————

Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði 

Fjölbreytt dagskrá verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum kl. 8 í boði Skátafélagsins Hraunbúa og lýkur með kvölddagskrá á Thorsplani en kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn snýr aftur í hátíðarhöldunum á 17. júní í ár. Fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari.

Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn

Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði í Hafnarfirði á 17. júní, þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Skipulögð hátíðarhöld verða á Thorsplani og Hörðuvöllum.  Á Strandgötunni verða sölubásar og hoppukastalar auk þess sem ungmenni úr skapandi sumarstörfum bæjarins verða á ferðinni um bæinn til að gleðja gesti og gangandi. Rjúkandi fargufa og sjósund verður í boði á Langeyrarmölum, þjóðbúningasamkoma í Flensborg og íbúar Austurgötu bjóða heim til hátíðar í götunni sinni. Á Víðistaðatúni verður Víkingahátíð sem stendur yfir dagana 15. – 19. júní. 

Skrúðganga frá Flensborgarskóla

Í ár verður gengið frá Flensborgarskóla niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Skátafélagið Hraunbúar og víkingar leiða skrúðgönguna.  Skrúðagangan mun hafa áhrif á umferð um svæðið á meðan henni stendur. 

Flöggum fána á 17. júní

Við hvetjum íbúa og starfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði til að mála bæinn í fánalitum með því að skjóta upp fána á öllum mögulegum stöðum. Flöggum eða setjum upp fána í næsta glugga eða blómapott. Tökum öll þátt! 

8:00 Fánar dregnir að húni og fánahylling á Hamrinum

Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.

9:00-13:00 Sjósund við Langeyrarmalir

Sjósundsfélagið Urturnar leiðbeina bæjarbúum við sjósund. Fargufan rjúkandi og Sundhöll Hafnarfjarðar opin.

11:00 Þjóðbúningasamkoma í Flensborg

Annríki –
Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur
Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Þjóðbúningamyndataka
við Hafnarborg kl. 14:30.

13:00 Skrúðganga frá Flensborgarskóla

Gengið niður Hringbraut,
eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar,
Skátafélagið Hraunbúar og víkingar leiða skrúðgönguna.

Bókasafn Hafnarfjarðar

  • Kl. 13:00 Skautun fjallkonu Hafnarfjarðar
    Sagnfræðingurinn og kjólameistarinn Hildur Rosenkjær, oft kennd við Annríki,
    heldur stutta fræðslu um sögu og merkingu búningsins á meðan að fjallkonan
    er undirbúin fyrir ávarp sitt.
  • Kl. 14:00 Nikkan auðvitað á staðnum og barnabókahöfundurinn Hrafnhildur Emma Björnsdóttir les smásöguna „Þjóðhátíð í Grýluhelli“ kl. 14:00.
  • Kl. 16:00 Hugljúfir tónleikar
    Tónlistarmennirnir Rebekka og Ásgeir og halda hugljúfa tónleika fyrir þá sem
    vilja slaka aðeins á eftir frábæru dagskrána á Thorsplani í notalegri stemmingu
    á bókasafninu.

13:00-17:00 Íþróttahúsið Strandgötu

Badmintonfélag Hafnarfjarðar
verður með opið hús þar sem hægt verður að prófa borðtennis og badminton.
Einnig verður þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina. Þá verður hægt að kaupa
rjúkandi heitar vöfflur og kaffi til styrktar liði BH sem er á leið í
Evrópukeppni félagsliða í badminton í Póllandi í lok mánaðarins.

13:30 -16:30 Hátíðarhöld á
Thorsplani

Hátíðarhöldin í miðbæ Hafnarfjarðar hefjast með formlegri
dagskrá og skemmtiatriðum á Thorsplani.

  • Kl. 13:45 Karlakórinn
    Þrestir
  • Kl. 13:50 Ávarp
    fjallkonu
  • kl. 14:00 Setning
    hátíðarhalda – Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri
  • Kl. 14:10 Sýning
    frá Listdansskólanum
  • Kl. 14:25 Gaflaraleikhúsið með atriði úr leikritinu Langelstur að eilífu
  • Kl. 14:50 Víkingabardagi
    – Rimmugýgur
  • Kl. 15:10 Tónaflóð
    – Ævintýraleg söngskemmtun úr vinsælum teiknimyndum. Töfrandi raddanir,
    litríkir búningar og lög sem allir þekkja. Nostalgía fyrir fullorðna og
    gleðisprengja fyrir börnin! Tilvalin fjölskylduskemmtun
  • Kl. 15:40 Immi ananas og Guffi banani úr Ávaxtakörfunni segja söguna af ávaxtakörfunni og syngja uppáhalds lögin sín úr sýningunni
  • Kl. 16:00 Diskótekið
    Dísa

Kynnar: Samfélagsmiðlastjörnunar Finnbogi og Melkorka

13:30-16:30 Hörðuvellir

  • Hringekja
    – frábært sextán manna tívolítæki fyrir allan aldur! Ókeypis aðgangur!
  • Hoppukastalar
  • Andlitsmálun barnanna sér um fría andlitsmálun frá kl. 13:30-15:30
  • Snædrottning
    og fjallagarpur verða á ferð um hátíðarsvæðið og heilsa upp á gesti
  • Blöðrudýr
    á meðan birgðir endast
  • Sölubásar
    og matarvagnar: Flatbakan og Dons Donuts

13:30 -16:30 Austurgötuhátíð

Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna og verður margt skemmtilegt og spennandi í boði líkt og fyrri ár. Sem dæmi má nefna:

  • Fríkirkjan í Hafnarfirði – Söngur og gleði
    Fríkirkjukórinn syngur kl. 14 á horni Austurgötu og Linnetsstígs og gleður gesti. Í kjölfarið býður Fríkirkjubandið upp í dans.
  • Skiptibókamarkaður Kiljuhjals
    Í boði Kolbrúnar Maríu Másdóttur og Láru Debarúnu Árnadóttur, stjórnenda hlaðvarpsþáttanna Kiljuhjals sem hefja göngu sína í sumar á vegum Skapandi Sumarstarfa í Hafnarfirði þar sem þær hvetja fólk til að lesa, endurnýta og deila bókum.
  • Götulistafólk Skapandi sumarstarfa spila vel valin lög fyrir gesti og gangandi.
    Magnús Trevenen gítarleikari verður á staðnum með gítarinn sinn og meðlimir strengjakvartettsins Óh Sú! undir stjórn víóluleikarans Úlfs Þórarinssonar ásamt fiðluleikaranum Sindra Kristinssyni, flakka um Austurgötuna með strengjahljóðfærin sín og spila fallega tóna fyrir gesti Austurgötuhátíðarinnar.

14:00 Menntasetrið við Lækinn

Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun
spila leikandi létta sumartónlist.

14:00-15:00 Hafnarfjarðarkirkja

Hafnarfjarðarkirkja býður upp á hátíðardagskrá á opnu húsi þar sem Björn
Thoroddsen, gítarleikari og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, flytur íslenskar
dægurperlur, þjóðlög og margt fleira með sínum einstaka hætti. Með honum
leika þeir Jón Rafnsson á bassa og Guðmundur Sigurðsson á píanó og orgel. 

11:00-17:00 Víðistaðatún

Víkingahátíðin í Hafnarfirði fer fram á Víðistaðatúni dagana 15.-19. júní og er aðgangur ókeypis. Yfir 200 víkingar leggja leið sína í Hafnarfjörð innan og utan landsteinanna. Dagskráin er fjölbreytt og mikið um að vera, þar má telja; bardagasýningu, handverksýningu, víkingaleiki, glímusýningu & kennslu, steinsmíði, jurtalitun, landnámshænur, víkingaskóla fyrir börn, fjölbreyttir sölubásar, bogfimikeppni, veitingar & veigar.

Auk þess verður hægt að prófa bæði bogfimi og axarkast gegn vægu gjaldi, allur ágóði rennur beint í Víkingahátíð í Hafnarfirði. Rimmugýgur býður ykkur velkomin á hátíðina sem er í senn 25. Víkingahátíðin í Hafnarfirði og upphaf 25. starfsárs Rimmugýgjar.

10:00-14:00 Brettafélag Hafnarfjarðar Flatahrauni 

Opið hús frá 10:00-14:00 í hjólabrettaaðstöðunni á Flatahrauni 41. Hægt verður að koma og leika sér á hjólabrettum, BMX og hlaupahjólum. Aðgangur ókeypis!

11:00-17:00 Byggðasafn Hafnarfjarðar, opið í öllum húsum og ókeypis aðgangur

  • Pakkhúsið, Vesturgötu 6, ný þemasýning um fyrsta hafnfirska safnarann,
    sýning um sögu Hafnarfjarðar og leikfangasýning.
  • Kl. 14:30 og 15:30 Hljómsveitin TÆR leikur á Byggðasafnstorginu. TÆR er íslensk hljómsveit sem spilar huglúft kántrý-indí-rokk og hlýjar hjartarætur.
  • Beggubúð, Kirkjuvegi 3b, verslunarminjasýning í
    þjóðhátíðaranda.
  • Sívertsens-húsið, Vesturgötu 6, saga Bjarna Sívertsen og heimili
    yfirstéttafjölskyldu frá upphafi 19. aldar.
  • Siggubær, Kirkjuvegur 10, nýuppgerður og endurnýjaður sem sýnishorn af
    heimili alþýðufjölskyldu frá upphafi 20. aldar.
  • Bookless Bungalow, Vesturgötu 32, sýning um þá Booklessbræður og erlendu
    útgerðina í Hafnarfirði á fyrri hluta 20. aldar.
  • Strandstígurinn, ný sýning með völdum ljósmyndum eftir Önnu Jónsdóttur.

12:00-17:00 Hafnarborg

Boðið verður upp á sérstaka skemmtidagskrá yfir
daginn, auk þess sem gestir eru boðnir velkomnir á yfirstandandi sýningar
safnsins, Í undirdjúpum eigin vitundar, þar sem varpað er ljósi á feril listamannsins
Gunnars Arnar Gunnarssonar (1946-2008), og What’s Up, Ave Maria?, þar sem
Sigurður Ámundason sýnir ný og nýleg verk.

  • Kl. 12:00 Blöðrulistamaður
    Til að hefja hátíðarhöldin mun blöðrulistamaðurinn Jóhannes Hrefnuson Pálsson
    taka á móti börnum, gestum og gangandi upp úr hádegi með blöðrufígúrum, ormum
    og öðrum verum, innblásnum af myndheimi Gunnars Arnar Gunnarssonar, í tengslum
    við yfirlitssýninguna Í undirdjúpum eigin vitundar.

  • Kl. 14:00 Sýningarstjóraspjall
    Boðið verður upp á sýningarstjóraspjall með Aldísi Arnardóttur, forstöðumanni
    Hafnarborgar, um yfirlitssýninguna Í undirdjúpum eigin vitundar kl. 14, þar sem
    hún mun segja frá ævi og starfi Gunnars Arnar Gunnarssonar en á sýningunni má
    sjá verk sem spanna nærri fjögurra áratuga langan feril listamannsins.
  • Kl. 12:00-17:00 Þjóðbúningasýning
    Líkt og fyrri ár mun Annríki halda sérstaka þjóðbúningasýningu í Apótekinu á
    neðri hæð safnsins, þar sem sýndir verða þjóðbúningar karla og kvenna í gegnum
    tíðina og leitast við að varpa ljósi á þróun þeirra, auk þess sem lögð verður
    áhersla á prjónaðan fatnað á 18. og 19. öld, en sýningarnar hafa notið mikilla
    vinsælda á hverju ári.
  • Kl. 14:30 Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg

Verið öll velkomin – aðgangur ókeypis, líkt og alla
daga ársins.

11:00-13:00 17. júní – fjölskylduhátíð Get together

Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með því að baka íslenskar pönnukökur í Get together miðstöðinni okkar í Vonarhöfn – Hafnarfjarðarkirkju (gengið inn frá Suðurgötu).
Kíkið við og fáið ykkur kaffi og pönnukökur. Á staðnum verða einnig fánar og glaðningur fyrir börnin. Öll eru velkomin!
Get together er styðjandi vettvangur fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem dvelja í Hafnarfirði. Að verkefninu standa sjálfboðaliðar ásamt kirkjunum í Hafnarfirði og Hafnarborg Menningarmiðstöð.

KL. 14-16 Bláljósaakstur Slökkviliðs höfuðborgarsvæðisins

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar í tilefni dagsins að aka um nokkrar götur sveitarfélagsins með blá ljós og íslenska fánann frá kl. 14-16. Því miður er ekki hægt að tímasetja nákvæmlega þar sem Slökkviliðið er á vaktinni eins og alltaf. Tökum vel á móti þeim, um að gera að fara út og fagna.

14:00 og 15:00 Hljómsveitin Enter name í Hellisgerði

Enter name er 1 árs gömul Hafnfirsk hljómsveit. Hún er sett saman af 5 fimmtán ára strákum sem hafa brennandi áhuga á tónlist og falla saman eins og góð bíómynd. Þeir tilheyra listhóp Hafnarfjarðar sem sér um að sýna kúnstir sínar og listir víðsvegar um Hafnarfjörð í sumar.

Útisvæði Hjarta Hafnarfjarðar við Bæjarbíó

  • 13:00-17:00 Mótorhjóladagur með Harley Davidson klúbbnum.

Komið og skoðið mótorfákana og hittið eigendur sem sýna gripina.

  • 19:00-23:00 Rokk&ról skemmtun

Plötusnúður spilar öll bestu rokklögin
Eyþór Ingi og Davíð Sigurgeirsson kl. 21:00
Rúnar Þór og hljómsveit enda með alvöru rokk í útitjaldinu til kl. 23:00

Hrafnista/Sólvangur

Sönghópurinn Á léttum nótum
heldur tónleika á Hrafnistu og Sólvangi 

Strandgata, stræti og torg

  • Teymt
    undir börnum á hestum frá Hestamannafélaginu Sörla við endann á Austurgötunni
    frá kl. 14
  • Frjálsíþróttadeild
    FH býður upp á frjálsíþróttabraut á gamla Kaupfélagsreitnum
  • Hoppukastalar
    víðsvegar um hátíðarsvæðið
  • Matarvagnar Reykjavík Street Food við Thorsplan: Tasty, Grill of Thrones og Hungry Viking
  • Óvæntar
    uppákomur Listahóps Vinnuskóla Hafnarfjarðar

19:00-22:00 Tónlistarveisla á Thorsplani

Kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn snýr aftur í hátíðarhöldunum á 17. júní. Fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari.

  • Kl. 19:00 Ungir
    listamenn hita upp
  • Kl. 20:00 Guðrún Árný
  • Kl. 20:20 Klara
    Elías
  • Kl. 20:40 Birnir
  • Kl. 21:00 Flott
  • Kl. 21:30 Friðrik Dór

Matarvagnar Reykjavík Street Food við Thorsplan: Tasty, Grill of Thrones, Hungry Viking, Flatbakan og Dons Donuts
Kynnir: Birna Rún Eiríksdóttir leikkona


20:30-23:00 ÞAU taka Pallett!Hljómsveitin ÞAU halda þjóðhátíðartónleika á Pallett í Hafnarfirði. Þar munu ÞAU leika lög af plötu sinni ,,ÞAU taka Vestfirði“ sem er komin út á öllum helstu streymisveitum. Um er að ræða frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld. ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir, söng- og leikkona, og Garðar Borgþórsson, tónlistarmaður. FRÍTT INN!

Samgöngur og umferðalokanir

Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur:

  • Strandgata við Lækjargötu
  • Linnetsstígur við Fjarðargötu og Hverfisgötu 23
  • Austurgata frá Linnetsstíg
  • Mjósund við Austurgötu
  • Tjarnabraut frá Arnarhrauni að Lækjarskóla
  • Bílastæði fatlaðra við Linnetsstíg 1

Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum, ganga eða taka strætó á viðurðarstæði. Bendum á fjölmörg bílastæði við smábátahöfnina, Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið við Strandgötu og Víðistaðaskóla.

Skiljum hundana eftir heima

Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.

VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐARSTÖÐUM.

Þjóðhátíðarnefnd

Brynjar Þór Gestsson
Tinna Hallbergsdóttir
Steinn Jóhannsson

Framkvæmdanefnd

Geir Bjarnason
Tinna Dahl Christiansen
Stella Björg Kristinsdóttir
Margrét Gauja Magnúsdóttir
Jón Grétar Þórsson
Brynja Birgisdóttir

Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast.

Ábendingagátt