Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Komdu og fagnaðu þjóðhátíð með okkur heima í Hafnarfirði.
Celebrate Iceland‘s National Day with us here in Hafnarfjörður. Programme in English. We offer a varied programme of events around the town.
Przyjdź i świętuj z nami święto narodowe w Hafnarfjörður.Urozmaicone obchody w różnych częściach miasta.
———————————————————
Fjölbreytt dagskrá verður í boði víðsvegar um Hafnarfjörð. Þjóðhátíðardagurinn hefst með fánahyllingu á Hamrinum kl. 8 í boði Skátafélagsins Hraunbúa og lýkur með kvölddagskrá á Thorsplani en kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn snýr aftur í hátíðarhöldunum á 17. júní í ár. Fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari.
Að vanda verður fjölbreytt dagskrá í boði í Hafnarfirði á 17. júní, þjóðhátíðarveisla sem teygir anga sína víða um bæinn. Skipulögð hátíðarhöld verða á Thorsplani og Hörðuvöllum. Á Strandgötunni verða sölubásar og hoppukastalar auk þess sem ungmenni úr skapandi sumarstörfum bæjarins verða á ferðinni um bæinn til að gleðja gesti og gangandi. Rjúkandi fargufa og sjósund verður í boði á Langeyrarmölum, þjóðbúningasamkoma í Flensborg og íbúar Austurgötu bjóða heim til hátíðar í götunni sinni. Á Víðistaðatúni verður Víkingahátíð sem stendur yfir dagana 15. – 19. júní.
Í ár verður gengið frá Flensborgarskóla niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Skátafélagið Hraunbúar og víkingar leiða skrúðgönguna. Skrúðagangan mun hafa áhrif á umferð um svæðið á meðan henni stendur.
Við hvetjum íbúa og starfsmenn fyrirtækja í Hafnarfirði til að mála bæinn í fánalitum með því að skjóta upp fána á öllum mögulegum stöðum. Flöggum eða setjum upp fána í næsta glugga eða blómapott. Tökum öll þátt!
Skátafélagið Hraunbúar flaggar víðsvegar um bæinn.
Sjósundsfélagið Urturnar leiðbeina bæjarbúum við sjósund. Fargufan rjúkandi og Sundhöll Hafnarfjarðar opin.
Annríki – Þjóðbúningar og skart veitir aðstoð við að klæðast þjóðbúningum og hvetur Hafnfirðinga til að taka fram þjóðbúninga allra landa. Þjóðbúningamyndataka við Hafnarborg kl. 14:30.
Gengið niður Hringbraut, eftir Lækjargötu og inn Strandgötu að Thorsplani. Lúðrasveit Hafnarfjarðar, Skátafélagið Hraunbúar og víkingar leiða skrúðgönguna.
Badmintonfélag Hafnarfjarðar verður með opið hús þar sem hægt verður að prófa borðtennis og badminton. Einnig verður þrautabraut fyrir yngstu kynslóðina. Þá verður hægt að kaupa rjúkandi heitar vöfflur og kaffi til styrktar liði BH sem er á leið í Evrópukeppni félagsliða í badminton í Póllandi í lok mánaðarins.
Hátíðarhöldin í miðbæ Hafnarfjarðar hefjast með formlegri dagskrá og skemmtiatriðum á Thorsplani.
Kynnar: Samfélagsmiðlastjörnunar Finnbogi og Melkorka
Íbúar Austurgötu bjóða Hafnfirðinga og nærsveitarmenn velkomna og verður margt skemmtilegt og spennandi í boði líkt og fyrri ár. Sem dæmi má nefna:
Lúðrasveit Hafnarfjarðar mun spila leikandi létta sumartónlist.
Hafnarfjarðarkirkja býður upp á hátíðardagskrá á opnu húsi þar sem Björn Thoroddsen, gítarleikari og bæjarlistamaður Hafnarfjarðar, flytur íslenskar dægurperlur, þjóðlög og margt fleira með sínum einstaka hætti. Með honum leika þeir Jón Rafnsson á bassa og Guðmundur Sigurðsson á píanó og orgel.
Víkingahátíðin í Hafnarfirði fer fram á Víðistaðatúni dagana 15.-19. júní og er aðgangur ókeypis. Yfir 200 víkingar leggja leið sína í Hafnarfjörð innan og utan landsteinanna. Dagskráin er fjölbreytt og mikið um að vera, þar má telja; bardagasýningu, handverksýningu, víkingaleiki, glímusýningu & kennslu, steinsmíði, jurtalitun, landnámshænur, víkingaskóla fyrir börn, fjölbreyttir sölubásar, bogfimikeppni, veitingar & veigar.
Auk þess verður hægt að prófa bæði bogfimi og axarkast gegn vægu gjaldi, allur ágóði rennur beint í Víkingahátíð í Hafnarfirði. Rimmugýgur býður ykkur velkomin á hátíðina sem er í senn 25. Víkingahátíðin í Hafnarfirði og upphaf 25. starfsárs Rimmugýgjar.
10:00-14:00 Brettafélag Hafnarfjarðar Flatahrauni
Opið hús frá 10:00-14:00 í hjólabrettaaðstöðunni á Flatahrauni 41. Hægt verður að koma og leika sér á hjólabrettum, BMX og hlaupahjólum. Aðgangur ókeypis!
Boðið verður upp á sérstaka skemmtidagskrá yfir daginn, auk þess sem gestir eru boðnir velkomnir á yfirstandandi sýningar safnsins, Í undirdjúpum eigin vitundar, þar sem varpað er ljósi á feril listamannsins Gunnars Arnar Gunnarssonar (1946-2008), og What’s Up, Ave Maria?, þar sem Sigurður Ámundason sýnir ný og nýleg verk.
Verið öll velkomin – aðgangur ókeypis, líkt og alla daga ársins.
Þjóðhátíðardeginum verður fagnað með því að baka íslenskar pönnukökur í Get together miðstöðinni okkar í Vonarhöfn – Hafnarfjarðarkirkju (gengið inn frá Suðurgötu). Kíkið við og fáið ykkur kaffi og pönnukökur. Á staðnum verða einnig fánar og glaðningur fyrir börnin. Öll eru velkomin!Get together er styðjandi vettvangur fyrir flóttamenn og hælisleitendur sem dvelja í Hafnarfirði. Að verkefninu standa sjálfboðaliðar ásamt kirkjunum í Hafnarfirði og Hafnarborg Menningarmiðstöð.
Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins ætlar í tilefni dagsins að aka um nokkrar götur sveitarfélagsins með blá ljós og íslenska fánann frá kl. 14-16. Því miður er ekki hægt að tímasetja nákvæmlega þar sem Slökkviliðið er á vaktinni eins og alltaf. Tökum vel á móti þeim, um að gera að fara út og fagna.
Enter name er 1 árs gömul Hafnfirsk hljómsveit. Hún er sett saman af 5 fimmtán ára strákum sem hafa brennandi áhuga á tónlist og falla saman eins og góð bíómynd. Þeir tilheyra listhóp Hafnarfjarðar sem sér um að sýna kúnstir sínar og listir víðsvegar um Hafnarfjörð í sumar.
Komið og skoðið mótorfákana og hittið eigendur sem sýna gripina.
Plötusnúður spilar öll bestu rokklöginEyþór Ingi og Davíð Sigurgeirsson kl. 21:00Rúnar Þór og hljómsveit enda með alvöru rokk í útitjaldinu til kl. 23:00
Sönghópurinn Á léttum nótum heldur tónleika á Hrafnistu og Sólvangi
Kvölddagskrá í hjarta Hafnarfjarðar á sjálfan þjóðhátíðardaginn snýr aftur í hátíðarhöldunum á 17. júní. Fram koma ungir tónlistarmenn í bland við aðra reyndari.
Matarvagnar Reykjavík Street Food við Thorsplan: Tasty, Grill of Thrones, Hungry Viking, Flatbakan og Dons DonutsKynnir: Birna Rún Eiríksdóttir leikkona
20:30-23:00 ÞAU taka Pallett!Hljómsveitin ÞAU halda þjóðhátíðartónleika á Pallett í Hafnarfirði. Þar munu ÞAU leika lög af plötu sinni ,,ÞAU taka Vestfirði“ sem er komin út á öllum helstu streymisveitum. Um er að ræða frumsamin lög við ljóð eftir vestfirsk skáld. ÞAU eru Rakel Björk Björnsdóttir, söng- og leikkona, og Garðar Borgþórsson, tónlistarmaður. FRÍTT INN!
Miðbærinn verður lokaður fyrir bílaumferð á meðan á hátíðarhöldum stendur:
Bæjarbúar eru hvattir til að leggja bílum löglega nálægt miðbænum, ganga eða taka strætó á viðurðarstæði. Bendum á fjölmörg bílastæði við smábátahöfnina, Lækjarskóla, Tækniskólann, Flensborg, Íþróttahúsið við Strandgötu og Víðistaðaskóla.
Að gefnu tilefni er bent á að hundum líður betur heima en í mannmergð og fólksfjölda.
VINSAMLEGAST ATHUGIÐ AÐ HUNDAR ERU EKKI LEYFÐIR Á VIÐBURÐARSTÖÐUM.
Brynjar Þór GestssonTinna HallbergsdóttirSteinn Jóhannsson
Geir BjarnasonTinna Dahl ChristiansenStella Björg KristinsdóttirMargrét Gauja MagnúsdóttirJón Grétar ÞórssonBrynja Birgisdóttir
Dagskrá getur breyst án fyrirvara og viðburðir bæst við eða frestast.
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…