175 bílastæði við Tjarnarvelli 9-13 lokuð af og leigð tímabundið

Fréttir

Hafnarfjarðarbær og Icelandair ehf. hafa gert með sér leigusamning vegna leigu á 175 bílastæðum við Tjarnarvelli 9-13 í Hafnarfirði. Samningurinn hefur þegar tekið gildi. Eigendur allra tækja á umræddum bílastæðum eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja tækin sem fyrst til að koma í veg fyrir að þau læsist inni. Framkvæmdir við uppsetningu á girðingu og aðgangsstýrðu hliði eru hafnar.

Hafnarfjarðarbær og Icelandair ehf. hafa gert með sér leigusamning vegna leigu á 175 bílastæðum við Tjarnarvelli 9-13 í Hafnarfirði. Leigusamningurinn gildir til 12 mánaða og möguleika til framlengingar á samningi um allt að 12 mánuði að leigutíma loknum. Yfirlýsing um framlengingu skal liggja fyrir eigi síðar en 1. mars 2024.

Leigusamningur hefur tekið gildi og framkvæmdir hafnar

Leigutaka er heimilt að girða af hin leigðu bílastæði með bráðabirgðagirðingu og koma jafnframt fyrir aðgangsstýrðum hliðum. Leigutaki tekur við hinu leigð í því ástandi sem það er í nú og mun á sinn kostnað fjarlægja girðingu, aðgangsstýrð hlið, öryggismyndavélar og annan viðlíka búnað þegar þar að kemur. Allur rekstur á hinu leigða svæði s.s. mokstur, lýsing og hreinsun er á kostnað leigutaka.

Öll óviðkomandi tæki og bifreiðar þarf að fjarlægja af svæðinu

Eigendur allra tækja á bílastæðum við Tjarnarvelli 9-13 eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja tækin sem fyrst til að koma í veg fyrir að þau læsist inni. Nokkur fjöldi bifreiða, útilegutækja og vagna eru á svæðinu. Framkvæmdir við uppsetningu á bráðabirgðagirðingu og aðgangsstýrðu hliði eru hafnar.

Ábendingagátt