200 börn syngja saman

Fréttir

Laugardaginn 12. mars munu hafnfirskir barnakórar koma fram á Barnakóramóti Hafnarfjarðar í Víðistaðakirkju. Um 200 hafnfirsk börn taka þátt í mótinu sem haldið er í 19. skipti nú í ár. 

Laugardaginn 12. mars munu hafnfirskir barnakórar koma fram á árlegu kóramóti þeirra sem nefnist Barnakóramót Hafnarfjarðar og fer fram í Víðistaðakirkju. Um 200 hafnfirsk börn munu taka þátt í mótinu sem haldið er í 19. skipti nú í ár. 

Barnakóramót Hafnarfjarðar 2016 verður haldið í Víðistaðakirkju laugardaginn 12. mars. Þar munu sex barnakórar í Hafnarfirði syngja hver í sínu lagi auk þess sem kórarnir munu einnig syngja saman. Kórarnir sem syngja eru: 

  • Barnakór Hafnarfjarðarkirkju
  • Barnakór Víðistaðakirkju
  • Litli kór Öldutúnsskóla
  • Kór Áslandsskóla
  • Kór Öldutúnsskóla
  • Unglingakór Hafnarfjarðar­kirkju

Á dagskrá kóranna eru fjölbreytt lög af ýmsu tagi. Tónleikarnir hefjast kl. 13 og eru opnir öllum áhugasömum.  Aðgangur er ókeypis.

Ábendingagátt