21 starfsmaður fær viðurkenningu fyrir 25 ára starf

Fréttir

21 starfsmaður hlaut 25 ára starfsaldursviðurkenningu á dögunum. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 525 ár. Þessum árum hefur starfsfólk varið af áhuga, fagmennsku og þekkingu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins.

525 ár af samanlögðum starfsaldri!

21 starfsmaður hefur fengið viðurkenningu fyrir aldarfjórðungs störf sín fyrir Hafnarfjarðarbæ. Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri bauð öll hjartanlega velkomin í Hafnarborg og til kaffisamsætis þegar hún þakkaði þeim fyrir.

Viðurkenningarnar hafa verið veittar öllum þeim sem starfað hafa í 25 ár og 15 ár hjá bænum og starfsmennirnir fengið þakklætisvott fyrir faglegt framlag og störf í þágu bæjarins. Viðurkenningar fyrir 15 ára starfsaldur eru veittar á hverjum starfsstað en þeim sem fagna 25 ára starfsaldri hjá sveitarfélaginu er boðið til hátíðar í Hafnarborg af því tilefni.

Rósa þakkaði hverju og einu með gullfallegum orðum. Heyra mátti:

 

„Það er dýrmætt þegar við höfum kennara sem er alltaf að finna leiðir sem henta hverjum nemanda fyrir sig.“

„Góður skemmtilegur samstarfsmaður, lausnamiðaður og glaðlegur og kaffistofan nýtur góðs af gleði og góðum sögum.“

„Er áhugasamur og duglegur kennari sem hefur kennt nánast allar námsgreinar í aðalnámskrá.  Hann er alltaf til í að auka þekkingu sína og kynna sér einhverjar nýjungar á hvaða sviði sem er.“

„…ákveðin, með mikinn drifkraft og hefur mikla ástríðu fyrir því sem hún tekur sér fyrir hendur. Hún er réttsýn, athugul og kemur oft auga á hluti sem aðrir sjá ekki eða hefðu mátt taka eftir.“

„…kraftmikill samstarfsfélagi. Hún vinnur hratt, talar hratt og kemur hlutunum í verk. Hún er jákvæð og fordómalaus og sýnir nemendum og starfsfólki skilning. Það er gott að leita ráða hjá henni enda er hún mikill reynslubolti í sínu fagi.“

„…alltaf haft mikinn metnaði í starfi sínu og mikinn metnaði í að öllum börnum líði vel á skólalóðinni í frímínútum.“

„…hún er traust, hún er hraust, hún er kímin með smitandi hlátur.“

„Hún er hlý og kærleiksrík og við erum heppin að fá að njóta krafta hennar á hverjum degi.“

„Allt í senn frábær, samviskusamur, traustur og mjög tæknivæddur starfsmaður.  Alltaf mættur til vinnu fyrstur á morgnana, löngu áður en vinnutími hefst.“

„…einstaklega  fær í að mæta ólíkum þörfum  barna. Það er alltaf gaman að lenda á sama kaffitíma.“

„…er svo sannarlega holl sínum vinnustað, hún er rösk, hún er ákveðin, hún er kát og hún er rosaleg keppnismanneskja enda mikill handbolta FH-ingur, sleppir varla úr leik!!“  

 

Viðurkenningarnar voru veittar fimmtudaginn 14. nóvember síðastliðinn. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 525 ár. Þessum árum hefur starfsfólk varið af áhuga, fagmennsku og þekkingu við fjölbreytt störf á starfsstöðvum bæjarins.

Viðurkenningarhátíðin er  ómissandi hluti uppskeru árangurs og ávaxtar í starfsmannahópi bæjarins.

Þau sem fá viðurkenningu og hafa starfað í aldarfjórðung hjá bænum:

Bjargey Þrúður Ingólfsdóttir Tónlistarskóli
Día Björk Birgisdóttir Leikskólinn Norðurberg
Einar Bjarnason Áslandsskóli
Elín Ragnheiður Magnúsdóttir Launadeild
Erna Friðriksdóttir Öldutúnsskóli
Fjóla Kristjánsdóttir Leikskólinn Hlíðarendi
Guðrún Ágústsdóttir Hraunvallaskóli
Hafdís Abigael Gunnarsdóttir Tónlistarskóli
Halldóra S Hafsteinsdóttir Áslandsskóli
Heiðrún Jóhannsdóttir Áslandsskóli
Jóhanna Berentsdóttir Leikskólinn Norðurberg
Jónína Dögg Loftsdóttir Áslandsskóli
Kristín Jóna Magnúsdóttir Áslandsskóli
Margrét Helga Vilhjálmsdóttir Engidalsskóli
Pétur Freyr Ragnarsson Þjónustumiðstöð
Rakel Malmquist Halldórsdóttir Leikskólinn Víðivellir
Rúna Sigríður Örlygsdóttir Leikskólinn Víðivellir
Sigríður Jenný Halldórsdóttir Leikskólinn Norðurberg
Sigurveig Káradóttir Þormar Öldutúnsskóli
Unnur Karlsdóttir Leikskólinn Hvammur
Örn Arnarson Þjónustumiðstöð

 

 Framlagið er til framdráttar fyrir Hafnarfjarðarbæ. Innilegar þakkir fyrir árin 25.

Ábendingagátt