Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Í dag fagnar leikskólinn Vesturkoti 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn. Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á rusli og umhverfiskennslu með börnum.
Í dag fagnar leikskólinn Vesturkot 22ja ára afmæli skólans og er nú á afmælisdaginn að fá Grænfánann afhentan í annað sinn. Innan leikskólans hefur mikil áhersla verið lögð á pappírssparnað, orkusparnað, flokkun á rusli og umhverfiskennslu með börnum.
Undanfarna mánuði hefur leikskólinn bætt enn frekar í umhverfismenntina með því að minnka matarsóun og minnka rusl sem til fellur innan leikskólans. Samhliða hafa starfsmenn verið að vinna með lýðheilsu þar sem sem áhersla er lögð á hollt mataræði, hreyfingu og vináttu meðal barnanna. Í tilefni þess er verið að endurskipuleggja íþróttastundir í sal, auka útivist og vettvangsferðir með börnum á öllum aldri. Leikskólinn Vesturkot er stoltur þátttakandi í verkefni Barnaheilla – Vinátta – sem unnið er með í tveimur elstu árgöngum leikskólans. Verkefnið byggir á faglegu og frábæru kennsluefni sem fær nemendur til að hugsa vel um sig, vini sína, læra að bera virðingu fyrir margbreytileika okkar og læra hugrekki til að hjálpa vinum sínum.
Mikil þróun hefur verið í faglegu starfi skólans undanfarin ár og ýmislegt verið endurskoðað, þróað og bætt í starfinu. Í leikskólanum hefur læsisstefna verið unnin í samvinnu við læsisátak Hafnarfjarðar – Lestur er lífsins leikur. Læsisstefnan flettast inn í allt daglegt starf þar sem leikur er aðalkennslutækið. Jafnframt hefur nýjum námsgögnum verið bætt inn í starfið sem eflir enn frekar þennan þátt í starfinu. Haustið 2014 var hádegisstund bætt við í dagsskipulagið með elsta árgangi leikskólans. Þar er markvisst unnið með læsi, stærðfræði, hljóðkerfisvitund, stafainnlögn og myndmennt á ýmsa vegu. Hefur þetta gefist vel og eru börnin að fá aukna þjálfun og betri undirstöðu í þessum þáttum áður en þau fara yfir á næsta skólastig.
Leikskólinn er rétt farinn af stað í spennandi 3ja ára verkefni um mat á líðan barna. Þetta verkefni er unnið í samvinnu við Rannung á vegum Háskóla Íslands og nokkra aðra leikskóla á höfuðborgarsvæðinu. Markmiðið er að skoða hvaða aðferðir hægt er að nýta til að leggja mat á líðan barna og hvernig auka megi vellíðan barna í leikskóla. Mikil tilhlökkun ríkir innan veggja skólans í garð þessa þarfa verkefnis og þróunarverkefna almennt, enda talið mikilvægt fyrir leikskólann að þróa sig áfram í ýmsum verkefnum til að skapa ánægjulegt og faglegt starf innan skólans.
Til hamingju leikskólinn Vesturkot – starfsmenn og nemendur – með afmælið ykkar og með nýja Grænfánann. Við erum stolt af flottum hópi starfsmanna sem leggur sig af fagmennsku fram við að skapa skólastarf þar sem vellíðan barna, foreldra og starfsmanna er höfð í fyrirrúmi.
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.
„Við systkinin erum öll orðin svo gott sem fullorðin og tvö komin á fertugsaldur, en öll viljum við hvergi annars…
Nýr sex deilda leikskóli verður tekinn í notkun í Hamranesi á árinu 2025 sem og nýtt knatthús að Ásvöllum og…
Hvað er betra en að kynnast sögunni á hlaupum? Nú eru aðeins tveir dagar í Kaldárhlaupið, 10 km hlaup í…