22 verkefni fá menningarstyrk

Fréttir

Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag, síðasta vetrardag og hlutu 22 verkefni styrk að þessu sinni. Meðal verkefna eru hlaðvarpið Hafnfirðingurinn, Vegan Festival, HEIMA hátíðin, fjölmenningarhátíð í Norðurbæ Hafnarfjarðar og alls konar tónleikar.

Styrkir til verkefna og viðburða voru afhentir við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í dag, síðasta vetrardag og hlutu 22 verkefni styrk að þessu sinni. Meðal verkefna eru hlaðvarpið Hafnfirðingurinn, Vegan Festival, HEIMA hátíðin, fjölmenningarhátíð í norðurbæ Hafnarfjarðar og alls konar tónleikar.

Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðarbæjar afhenti í dag formlega menningarstyrki fyrri úthlutunar ársins 2019. 22 verkefni hlutu styrk að þessu sinni; einstaklingar, menningarhópar og samtök sem eiga öll það sammerkt að tengjast Hafnarfirði á einn eða annan hátt. Sú skemmtilega hefð hefur skapast fyrir því að afhenda styrkina formlega síðasta vetrardag eða um leið og tilkynnt er um val á bæjarlistamanni ársins. Styrkir menningar- og ferðamálanefndar Hafnarfjarðarbæjar eru afhentir tvisvar sinnum á ári til aðila og verkefna sem líkleg eru til að auðga og dýpka enn frekar listalíf bæjarins og byggir úthlutunin á mati á umsóknum. Heildarupphæð styrkja í þessari fyrri úthlutun er kr.- 6.080.000. Samtals verður úthlutað 11.000.000.- kr. í formi menningarstyrkja á árinu 2019. Að þessu sinni leggur menningar- og ferðamálanefnd til að gerðir verði samstarfssamningar til þriggja ára við tvo aðila, þeir samningar verða lagðir fyrir bæjarráð til samþykktar. Auglýst verður eftir umsóknum fyrir síðari úthlutun ársins 2019 í ágúst.

Hafnarfjarðarbær óskar styrkþegum öllum innilega til hamingju!

Styrkþegar í fyrri úthlutun menningarstyrkja 2019

Málsnúmer Nafn umsækjanda Nafn verkefnis Úthlutað 27.02.2019 Samstarfssamningur
1901520 Guðrún Anna Magnúsdóttir Vortónleikar hjá Kvennakórnum Rósir 210.000  
1901522 Þórður H Hilmarsson Konudagstónleikar karlakórsins Þrasta 140.000  
1901523 Þórður H Hilmarsson Vortónleikar karlakórsins Þrasta 140.000  
1902328 Tryggvi Rafnsson Hafnfirðingurinn – Hlaðvarp 245.000  
1902330 Félag eldri borgara í Hafnarfirði Kóramót Gaflarakórsins í Hafnarfirði 350.000  
1902331 Ólafur B Ólafsson Er völlur grær 190.000  
1902332 Hulda Björnsdóttir Vortónleikar Kvennakórs Hafnarfjarðar 250.000  
1902353 Svanhvít Erla Traustadóttir Flensborgarkórinn ásamt Hallveigu Rúnarsdóttur 210.000  
1902354 Ragnar Már Jónsson Sumardjass víða um Hafnarfjarðarbæ 100.000  
1902373 Stefán Örn Gunnlaugsson BYR – tónleikar 260.000  
1902375 Eyrún Ósk Jónsdóttir Einleikur – Requiem 210.000  
1902378 Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir Sönghátíð í Hafnarborg 800.000 Árlega í 3 ár
1902381 Ásbjörg Jónsdóttir Tónleikar sönghópsins IMPRU í Hafnarborg 140.000  
1902382 Benjamín Sigurgeirsson Vegan Festival 2019 140.000  
1902383 Finnbogi Óskarsson Lúðrasveit Hafnarfjarðar – tónleikar á árinu 2019 600.000 Árlega í 3 ár
1902384 Henný María Frímannsdóttir Heima – tónlistarhátíð 700.000  
1902385 Erlendur Sveinsson Sveinssafn – sýningarstarfsemi 500.000  
1902387 Vilhjálmur Þór Sigurjónsson Tónlistarferðalag Barbörukórsins 250.000  
1902388 Gyða Kristmannsdóttir Fjölmenningarhátíð í Norðurbæ Hafnarfjarðar 200.000  
1902389 Helga Björg Arnardóttir Einleikstónleikar – Klarínettan í brennidepli 70.000  
1902390 Christian Schultze Maíhátíð 2019 75.000  
1902334 Guðmundur Sigurðsson Adagio – verk Bachs fyrir orgel og selló 300.000  
  Úthlutað alls:   6.080.000  

 

 

 

Ábendingagátt