Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Fjörugar umræður sköpuðust meðal 23 fulltrúa allra bekkja Víðistaðaskóla á grænfánafundi í gær. Vortiltekt á skólalóð, matarsóun, útikennsla og fatamarkaður voru meðal umræðuefna. Vinna við umsókn 6. Grænfánans er framundan og stefnt að viðtöku nýs fána nú í júní.
Fjörugar umræður sköpuðust meðal 23 fulltrúa allra bekkja Víðistaðaskóla á grænfánafundi í gær. Vinna við umsókn 6. Grænfánans er framundan og stefnt að viðtöku nýs fána nú í júní. Sólveig Baldursdóttir teymisstjóri Grænfánans í Víðistaðaskóla stýrði för þegar nemendurnir ræddu vortiltekt á skólalóðinni í mars-maí, þar sem allir bekkir taka þátt. Þeir ræddu einnig umgengni úti sem inni og hversu mikilvægt sé að við öll pössum upp á að henda ekki rusli hvar sem er. Mikil umræða skapaðist um tyggjóklessur sem eru víða.
Matarsóun var einnig til umræðu. Bekkjarfulltrúarnir telja minna þurfi krakka á að taka ekki of mikið á diskinn í matsalnum, fara frekar aftur til að fá sér meira. Fjörugar umræður sköpuðust útikennslu og hvað það væri gagnlegt að vera í útinámi. Þau töldu að gera mætti meira af því í skólanum. „Maður þarf ekki alltaf að vera að læra í bókum,“ sagði einn nemandi.Fatamarkaður hefur verið starfræktur og eru krakkarnir mjög ánægðir með hann. Margir úr hópnum hafa nýtt sér það að næla sér í flík eða koma með. Fimm nemendur taka að sér eftirlit með fatamarkaðnum eftir Páska.
Eitt af stóru umræðuefnum fundarins var vinna við umsókn um 6. Grænfánann sem er famundan. Nemendur í Umhverfisráði verða með í undirbúningi varðandi umsókn og viðtöku nýs fána til næstu tveggja ára. Stefnt er að því að taka á móti 6. fánanum í júní. Fundir sem þessir eru bestir þegar næla má í munnbita í lokin. Öll fengu veitingar og tekin var hópmynd af okkar glæsilegu fulltrúum í lokin. Já, unga fólkið í Víðistaðaskóla sýndi í gær að það hefur áhuga á umhverfismálum og lætur til sín taka.
Hafnarfjarðarbær vinnur að því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna inn í alla stjórnsýslu og starfsemi sveitarfélagsins, undir formerkjum verkefnisins Barnvæn sveitarfélög. Ákvörðun sveitarfélagsins um að innleiða barnasáttmálann felur í sér viðurkenningu á að þekking og reynsla barna og ungmenna sé verðmæt fyrir sveitarfélagið. Barnvæn sveitarfélög stuðla að virkri þátttöku barna í málefnum sem snerta þau og eiga sveitarfélögin markvisst samráð við börn og ungmenni til að bæta, aðlaga og auka þjónustu sína. Börn og ungmenni eru hvött til að koma hugmyndum sínum og skoðunum á framfæri og foreldrar/forsjáraðilar hvattir til að vekja máls á verkefninu og verðmætinu sem felst í þátttöku sem flestra fyrir samfélagið og þjónustu sveitarfélagsins.
Barnvænt sveitarfélag og vegferð Hafnarfjarðarbæjar
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.