23 nýir nemar á námssamning í leikskólakennarafræðum

Fréttir

Þetta haustið hafa 23 nýir nemar í leikskólakennarafræðum undirritað námssamninga við Hafnarfjarðarbæ. Að auki eru 5 starfsmenn leikskóla í námi í leikskólabrú sem er einnig er mikill fengur fyrir leikskólastarfið.

Mikil áhersla lögð á stuðning við nýliðun og nám í faginu

Þetta haustið hafa 23 nýir nemar í leikskólakennarafræðum undirritað námssamninga við Hafnarfjarðarbæ. Að auki eru 5 starfsmenn leikskóla í námi í leikskólabrú sem er einnig er mikill fengur fyrir leikskólastarfið. Mikil áhersla er lögð á það hjá sveitarfélaginu að styðja vel við nýliðun og nám í faginu. Þannig eru tækifæri og möguleikar opnir ófaglærðu starfsfólki leikskólanna, bæði þeim sem starfað hafa hjá sveitarfélaginu til fjölda ára og nýliðum.

Þetta framtak, sem miðar að því að auka hlutfall leikskólakennara í Hafnarfirði, hófst árið 2015 og hefur nemum í leikskólakennarfræðum sem þiggja þennan námsstyrk fjölgað síðan sem er mikið gleðiefni.

  • Ýmsar leiðir færar fyrir þá sem vilja verða leikskólakennarar
  • Starf í leikskóla er fjölbreytt, skapandi og skemmtilegt
  • Leikskólakennaranám er gott, hagnýtt og umfram allt gefandi nám
  • Tækifæri til að velja fjölbreyttar leiðir þannig að dagarnir verða ekki eins
  • Frábært að fylgjast með börnunum þroskast og vera með þeim í lærdómsferlinu

Fengur fyrir alla að fjölga í hópi fagmenntaðra

Námsstyrkirnir sem námssamningurinn nær til eru í formi launaðs námsleyfis í námslotum þannig að nemendur geti stundað nám með vinnu í leikskóla ásamt námsgagnastyrk til nema í leikskólakennarafræðum. Styrkirnir eru veittir í mislangan tíma og fer það eftir þeirri námsleið sem valin er. Þeir sem stunda nám til M.Ed gráðu í leikskólakennarafræðum fá styrki til tveggja ára en þeir sem eru að fara í fullt M.Ed nám fá styrki til fimm ára. Einnig eru veittir styrkir til þeirra sem stunda nám við leikskólabrú Borgarholtsskóla. Það er mikill fengur fyrir leikskólasamfélagið að fjölga leikskólakennurum í sveitarfélaginu og styrkveitingarnar eru liður í markvissum aðgerðum Hafnarfjarðarbæjar til þess.

Ábendingagátt