34 nýjar hesthúsalóðir lausar til úthlutunar

Fréttir

Hafnarfjarðarbær auglýsir hesthúsalóðir á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla við Fluguskeið og Kaplaskeið lausar til úthlutunar.

Hesthúsalóðir á athafnasvæði Sörla lausar til úthlutunar
Reiðvegasvæði Sörla er með því besta og fallegasta sem gerist á höfuðborgarsvæðinu

Hafnarfjarðarbær auglýsir hesthúsalóðir á athafnasvæði Hestamannafélagsins Sörla við Fluguskeið og Kaplaskeið lausar til úthlutunar. Lóðirnar eru mismunandi að stærð, sú minnsta 452,2 m2 og sú stærsta 1.909,3 m2 með rými fyrir 8-48 hesta. Breytt deiliskipulag sem samþykkt var 24. febrúar 2020 fól m.a. í sér fjölgun lóða fyrir minni hesthús á svæðinu og breytingar á númerum húsa og lóðarstærðum. 34 hesthúsalóðir eru nú lausar til úthlutunar á svæðinu.

Hestamyndir_17

Sótt er um lóðirnar á MÍNUM SÍÐUM

Allar nánari upplýsingar er hægt að nálgast á upplýsingasíðu um hesthúsalóðir í Hafnarfirði

Ábendingagátt