Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Frá og með 1. janúar 2022 hafa allir nýfæddir Hafnfirðingar fengið heimsendar hamingjuóskir og kort frá heimabænum sínum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krúttkarfa, á barnadeildinni á Bókasafni Hafnarfjarðar. Framtakinu hefur verið vel tekið, 347 kort hafa verið send út og stór hluti foreldra sótt gjöfina.
Frá og með 1. janúar 2022 hafa allir nýfæddir Hafnfirðingar fengið heimsendar hamingjuóskir og kort frá heimabænum sínum um að þeirra bíði táknræn gjöf, svokölluð krúttkarfa, á barnadeildinni á Bókasafni Hafnarfjarðar. Framtakinu hefur verið vel tekið, 347 kort hafa verið send út og stór hluti foreldra sótt gjöfina. Gjöfin er liður í því að efla Hafnarfjörð enn frekar sem fjölskylduvænt samfélag með fallegri gjöf og upplýsingum um þá þjónustu sem fjölskyldunni allri stendur til boða innan bæjarmarkanna.
Þetta krútt er eitt af krúttunum 347 sem fæddust í Hafnarfirði á árinu 2022. Rakel Dís Steinsdóttir sem fæddist í upphafi árs 2022.
Krúttkarfan inniheldur fatnað fyrir barnið, krúttbangsa og tvær bækur, þar sem önnur er hugsuð fyrir foreldrana og hin til lestrar fyrir barnið. Um er að ræða heilgalla, húfu, sokka og smekk sem ber áletrunina Halló Hafnarfjörður. Ákvörðun um fatnað byggði á notagildi, kynhlutleysi og umhverfissjónarmiðum og er endurskoðuð í lok árs um leið í takti við tækifæri og tíðaranda. Barnadeildin á Bókasafni Hafnarfjarðar þótti svo fullkominn staður til afhendingar á gjöf enda býður bókasafnið upp á góða aðstöðu fyrir lestur, fræðslu, slökun, spjall og samveru fyrir nýbakaða foreldra og alla aldurshópa. Á póstkortinu er jafnframt QR kóði sem leiðir foreldra inn á sérstaka upplýsingasíðu á vef bæjarins með upplýsingum á bæði íslensku og ensku um þá þjónustu og möguleika sem standa börnum og fjölskyldum til boða í Hafnarfirði. Upplýsingar um söfn bæjarins, gönguleiðir, leikvelli, áhugaverða staði í Hafnarfirði, dagforeldra, leikskóla, viðburði og fleira gagnlegt enda Hafnarfjörður hafsjór möguleika til heilsueflingar, upplifunar og skemmtunar fyrir alla aldurshópa.
Krúttkarfan inniheldur fatnað fyrir barnið, krúttbangsa og tvær bækur.
Geitungarnir, nýsköpunar- og starfsþjálfun fyrir fólk með fötlun, spila stórt hlutverk í framkvæmd krúttkörfunnar. Geitungarnir taka á móti innihaldi gjafar, sjá um pökkun í gjafakassa og afhendingu á gjöfunum til bókasafnsins þar sem starfsfólk Bókasafnsins tekur við og annast afhendinguna til foreldra. Mánaðarlega keyrir svo þjónustuver Hafnarfjarðarbæjar út lista með nýfæddum Hafnfirðingum, póstleggur kort og kemur að vinnslu kynningarefnis, innkaupum og öðrum ákvörðunum í samstarfi við fjölskyldu- og barnamálasvið og þjónustu- og þróunarsvið bæjarins. Krúttkarfan kallar þannig á gott flæði og samstarf á milli a.m.k. fimm starfsstöðva innan bæjarins og hefur ekki bara glatt nýbakaða foreldra heldur einnig skapað Geitungunum aukið tækifæri til atvinnu og fjölbreyttra verkefna.
Nokkrar starfsstöðvar Hafnarfjarðarbæjar koma að framkvæmd krúttkörfunnar. Þar spila Geitungarnir stærsta hlutverkið. Hér með fulltrúa frá þjónustuveri og bókasafni.
Geitungabúið – verslun Geitunganna að Suðurgötu 14
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Opnað hefur verið fyrir innritun barna sem eru að fara í 1. bekk grunnskóla í Hafnarfirði haustið 2025 og er…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…
Menningar- og ferðamálanefnd Hafnarfjarðar auglýsir eftir umsóknum um styrki til verkefna, viðburða og samstarfssamninga á sviði menningar og lista í…
Hafnarfjarðarbær mun á síðasta vetrardag, miðvikudaginn 23. apríl, útnefna bæjarlistamann Hafnarfjarðar fyrir árið 2025. Óskað er eftir umsóknum eða rökstuddum…
Hafnarfjarðarbær hefur svo gott sem lokið við LED-ljósavæðingu götulýsingar bæjarfélagsins. 95% ljósastaura nota LED-lýsingu. Víða í stofnunum bæjarins hefur LED-lýsing…
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…