Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæirnir Hafnarfjörður og Cuxhaven í Þýskalandi hafa nú um árabil ræktað með sér blómlegt vinabæjasamstarf sem þykir einstakt og þá ekki síst vegna umfangs þess og fjölbreytileika. Öflug og náin vinabæjartengsl milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar þykja einstök og af mörgum talin einsdæmi í heiminum. 35 árum af vináttu er fagnað í ár.
Bæirnir Hafnarfjörður og Cuxhaven í Þýskalandi hafa nú um árabil ræktað með sér blómlegt vinabæjasamstarf sem þykir einstakt og þá ekki síst vegna umfangs þess og fjölbreytileika. Hugmyndin að samstarfinu fæddist á sjávarútvegssýningu sem haldin var í Reykjavík haustið 1987 meðal manna sem þá voru í viðskiptatengslum vegna fyrirtækja í sjávarútvegi og vinnslu sjávarafurða í bæjunum báðum. Í þessum hópi var meðal annarra Rolf Peters sem síðar varð formaður Vinabæjafélagsins Cuxhaven-Hafnarfjörður. Rolf var þann 5. júlí 1999 sæmdur riddarakrossi hinnar íslensku fálkaorðu fyrir dugandi og einlæg störf sín í vinabæjartengslunum. Öflug og náin vinabæjartengsl milli Cuxhaven og Hafnarfjarðar þykja einstök og af mörgum talin einsdæmi í heiminum. 35 árum af vináttu er fagnað í ár.
Vinabæjarsamstarfið var undirritað við hátíðlega athöfn í Ráðhúsi Cuxhaven þann 17. september 1988. Upp frá því hófst samtal um hugsanlegt samstarf og hefur samvinna bæjanna verið mikil og gefandi í æskulýðs- og íþróttamálum, mennta- og menningarmálum, á stjórnmálasviðinu og að ógleymdu viðskiptalífinu æ síðan. Þann 21. nóvember 1989 var vinabæjafélagið Cuxhaven stofnað og fyrir jólin 1989 gaf Cuxhaven Hafnfirðingum jólatré í fyrsta sinn við hátíðlega athöfn og hefur nær undantekningarlaust síðan fært Hafnfirðingum jólatré að gjöf árlega. Jólatréð átti fyrst sinn stað á suðurhöfninni þar sem það lýsti upp skammdegið en hin síðari ár hefur upplýst tréð glatt gesti og gangandi í Jólaþorpinu á Thorsplani. Heimsókn íþróttahóps frá Cuxhaven árið 1990 markaði svo upphaf vinabæjaheimsókna milli bæjanna og hafa ófáir hópar síðan þá farið í slíkar ferðir.
Jólaljósin voru tendruð á Cuxhaventrénu við hátíðlega athöfn á opnunardegi Jólaþorpsins föstudaginn 17. nóvember 2023. Hér má sjá þau Wilhelm Eitzen formann vinabæjarfélags Cuxhaven-Hafnarfjörður, Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra og Clarissu Duvigneau sendiherra Þýskalands á Íslandi.
Sem dæmi um afrakstur vinabæjarsamstarfsins má nefna að árið 1993 var vígt nýtt torg í miðborg Cuxhaven sem hlaut nafnið „Hafnarfjördurplatz“ og á Óseyrarsvæðinu í Hafnarfirði fékk við sama tækifæri ný gata nafnið „Cuxhavengata“. Í tilefni af 25 ára afmæli vinabæjarsamstarfsins, árið 2013, gaf þýska borgin Hafnarfjarðarbæ fjögurra metra háa eftirgerð úr timbri af „Kugelbake“ sem stendur við strandstíginn við höfnina. Frumgerðin er 30 metra hátt siglingarmerki sem reist var árið 1703 við ströndina nyrst í Neðra- Saxlandi þar sem áin Saxelfur rennur í Norðursjó. Kugelbake er borgarmerki Cuxhaven líkt og vitinn er merki Hafnarfjarðar. Söguskilti um vinabæjarsamstarfið var vígt við hátíðlega athöfn haustið 2022 og stendur skiltið við eftirgerðina í Hafnarfirði.
Strax við stofnun vinabæjasamstarfsins árið 1988 var tekin ákvörðun um að stofna til svokallaðs „Cuxhavenlundar“ við Hvaleyrarvatn og hefur sú hefð skapast að þegar sendinefndir frá Cuxhaven koma hingað í heimsóknir gróðursetji fulltrúar þeirra hér tré þegar færi gefst enda hefur lundurinn stækkað mikið og gróið upp á undanförnum árum. Í lundinum má finna tvo minningarskildi um þá Jónas Guðlaugsson og Rolf Peters en báðir voru þeir lykilmenn í starfsemi vinabæjarfélaganna á árdögum þeirra og um árabil formenn félaganna hvor í sínu landi.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.