400. fundur menningar- og ferðamálanefndar

Fréttir

400. fundur menningar- og ferðamálanefndar var haldinn nú í morgun en fundur nr. 1 var haldinn árið 2003.  Hlutverk menningar- og ferðamálanefndar er að fara með og móta stefnu í menningar- og ferðamálum í víðtækum skilningi í sveitarfélaginu og vera ráðgefandi til bæjarráðs og bæjarstjórnar um þau mál.

400. fundur menningar- og ferðamálanefndar var haldinn nú í morgun en fundur nr. 1 var haldinn árið 2003.  Hlutverk menningar- og ferðamálanefndar er að fara með og móta stefnu í menningar- og ferðamálum í víðtækum skilningi í sveitarfélaginu og vera ráðgefandi til bæjarráðs og bæjarstjórnar um þau mál. Menningar- og ferðamálanefnd fer með hlutverk stjórnar Bókasafns Hafnarfjarðar skv. bókasafnslögum nr. 150/2012 og Byggðasafns Hafnarfjarðar skv. safnalögum nr. 141/2011 og lögum um menningarminjar nr. 80/2012.

Á 400. fundinum var farið yfir drög að aðgerðaáætlun í menningar- og ferðamálum sem byggir á heildarstefnumótun Hafnarfjarðar og gögnum frá opnum samráðsfundum sem menningar- og ferðamálanefnd boðaði til í haust. Á fundinum var einnig rætt um val á bæjarlistamanni ársins 2023 og farið yfir undirbúning fyrri úthlutunar menningarstyrkja sem verður auglýst í byrjun janúar. Þá var rætt um framkvæmd Jólaþorpsins og tengdra viðburða og var menningar- og ferðamálanefnd ánægð að heyra af miklum fjölda gesta í jólabænum Hafnarfirði og minnti á að frestur til að senda inn tilnefningar um bestu jólaskreytingarnar er til sunnudagsins 11. desember.

Formaður menningar- og ferðamálanefndar er Guðbjörg Oddný Jónasdóttir en aðrir fulltrúar í menningar- og ferðamálanefnd eru Jón Atli Magnússon og Sigurður Þ. Ragnarsson. Þá sátu einnig fundinn að þessu sinni Aldís Arnardóttir, forstöðumaður Hafnarborgar, Björn Pétursson, forstöðumaður Byggðasafns Hafnarfjarðar, Sigrún Guðnadóttir, forstöðumaður Bókasafns Hafnarfjarðar, Sigurjón Ólafsson, sviðsstjóri þjónustu- og þróunarsviðs, og Andri Ómarsson, verkefnastjóri menningar- og markaðsmála, sem ritar fundargerðir menningar- og ferðamálanefndar. Á myndina vantar Sigrúnu Guðnadóttur forstöðumann Bókasafns Hafnarfjarðar en á henni er að auki Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri sem leit við á fundinum af þessu tilefni.

Ábendingagátt