Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Bæjarvefsjáin Granni er byggð á upplýsingaslóð sem hefur verið til síðan um aldamótin 2000, en er nú komin í nýjan og notendavænni búning. Ný og betrumbætt bæjarvefsjá er liður í aukinni áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila, í samstarfi við EFLU verkfræðistofu.
Bæjarvefsjáin Granni er byggð á upplýsingaslóð sem hefur verið til síðan um aldamótin 2000, en er nú komin í nýjan og notendavænni búning. Ný og betrumbætt bæjarvefsjá er liður í aukinni áherslu á stafræna þjónustu og miðlun fyrir íbúa bæjarins og aðra hagsmunaaðila, í samstarfi við EFLU verkfræðistofu. Bæjarblaðið Hafnfirðingur hitti Helgu Stefánsdóttur, forstöðumann á umhverfis- og skipulagssviði og Elsu Guðmundu Jónsdóttur, landfræðing en þær horfa á bæinn með öðrum gleraugum en flestir.
Árið 2001 var byrjað skanna húsateikningar og safna upplýsingum sem eru grunnurinn að bæjarvefsjánni í dag. Helga hefur starfað hjá Hafnarfjarðarbæ lengi sem og Elsa. Þær vilja vekja athygli bæjarbúa og vina Hafnarfjarðar á hvað Granni hefur upp á að bjóða og hvetja fólk til að prófa sig áfram. „Húsa- og lóðateikningar eru langmest sóttar í grunninn í dag. Fólk er forvitið um slík mál. Þessi þjónusta hefur létt heilmikið á starfsfólki bæjarins sem lengi vel afhenti slík gögn beint,“ segir Elsa. Einnig sé hægt að nálgast gögn um deiliskipulag hverfa, hverfamörk, skólahverfi og minja- og verndarsvæði, staðsetningu skóla, stofnana, leikvalla, stíga, sundlauga og grenndargáma, skipulag vatnsveitu, hita- og fráveitu ásamt lagnaleiðum.
„Ég held að fólk geri sér ekki grein fyrir hversu mikið magn upplýsinga og lifandi gagna er að finna þarna og það með beinni tengingu við t.d. Skipulagsstofnun og Samgöngustofu. Hægt er að sjá m.a. hvar slys hafa átt sér stað í bænum og hversu alvarleg,“ segir Helga og Elsa bætir við að notendur geti valið um loftmynd eða kort, hvað sem hentar betur hverjum og einum. „Möguleikar í innsetningu á efni og upplýsingum í Granna eru mjög miklir og við eigum að vera með nýjustu og réttustu upplýsingarnar hverju sinni. T.d. er nýlega búið að bæta við hvar áningarbekkir eru, ruslatunnur og tjaldstæði, forgangsröðun í snjómokstri og síðan bætist við m.a. forgangsröðun í garðslætti með vorinu.“ Helga bendir á til viðbótar að auðvelt sé að nálgast heimasíður íþróttafélaga, skóla, leikskóla og stofnana í bænum þegar hver og einn staður sé skoðaður.
„Ég gerði niðurfallakort í fyrra og sá ekkert nema niðurföll og í haust gerði ég brunahanakort og sá þá bara brunahana,“ segir Elsa. Blaðamaður spyr þá hvað séu margir brunahanar í bænum og Elsa svarar um hæl: „443!“ Þær skella báðar upp úr. Helga bætir við: „Við tökum eftir brotnum köntum, holum, skökkum ljósastaurum og því sem betur má fara. Það er okkar hlutverk og að vera sífellt reiðubúin að bæta og laga það sem betur má fara. Skemmtilegasta við vinnu við Granna er hvað vinnan er lifandi og í raun aldrei búin.“
Bæjarvefsjáin Granni er í sífelldri uppfærslu, endurskoðun og þróun með það fyrir augum að dýpka þessa upplýsingagátt enn frekar og opna á enn betri aðgang að mikilvægum og áhugaverðum upplýsingum á einum og sama staðnum.
Viðtal við Helgu og Elsu birtist í Hafnfirðingi 9. mars 2020.
Yfir fimmtíu þúsund hafa nú stigið inn á Thorsplan og notið Jólaþorpsins með okkur. Nú hefst sjötta og síðasta helgi…
Félagsskapur Karla í skúrum hefur vaxið og dafnað allt frá því hann var stofnaður 2018 – fyrst hér í Hafnarfirði.…
Stór dagur var hjá Miðstöð vinnu og virkni í gær. Þórdís Rúriksdóttir, forstöðumaður Miðstöðvarinnar, segir að þótt dagurinn hafi verið…
Sundlaugamenning Íslands hefur verið formlega skráð sem óáþreifanlegur menningararfur mannkyns hjá UNESCO.
Fimmta Jólaþorpshelgin verður hlaðin kræsingum og gleði. Fjöldi skemmtiatriða og svo margt sem má upplifa í firðinum okkar fagra.
Tvöföld Reykjanesbraut milli Krýsuvíkurvegar og Hvassahrauns opnaði formlega síðdegis í gær. Bæjarstjóri Hafnarfjarðarbæjar fagnaði því í Haukaheimilinu um leið og…
Tólf starfsmenn hlutu 25 ára starfsaldursviðurkenningu í gærdag. Samanlagður starfsaldur þessa flotta hóps er 300 ár. Aðeins konur prýddu fagran…
„Til hamingju með 25 ára afmælið,“ sagði Valdimar Víðisson bæjarstjóri þegar hann flutti ávarp á fræðsludegi og afmælisfögnuðu PMTO hugmyndafræðinnar…
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…