45 viðurkenningar veittar fyrir 1316 ár í starfi

Fréttir

Starfsaldursviðurkenningar til starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. 45 einstaklingar tóku á móti viðurkenningu og eiga þessir einstaklingar allir það sammerkt að hafa starfað hjá bænum í 25 ár eða meira, samanlagt í 1316 ár.

Starfsaldursviðurkenningar til starfsmanna Hafnarfjarðarbæjar voru veittar við hátíðlega athöfn í Hafnarborg í gær. 45 einstaklingar tóku á móti viðurkenningu og eiga þessir einstaklingar allir það sammerkt að hafa starfað hjá bænum í 25 ár eða meira, samanlagt í 1316 ár. Erla Guðríður Jónsdóttir stuðningsfulltrúi í Setbergsskóla og Eygló Hauksdóttir deildarstjóri fjárreiðu hafa unnið lengst hjá bænum eða í 40 ár. 

Viðurkenning fyrir faglegt framlag og störf í þágu Hafnarfjarðarbæjar

Hafnarfjarðarbær veitir starfsfólki viðurkenningu þegar það hefur náð 15 ára og 25 ára starfsaldri, nú annað árið í röð. Miðað er við samfelldan árafjölda sem starfsmaður hefur verið við störf hjá bænum. Á 15 ára starfsafmæli efnir deild eða stofnun til kaffisamsætis fyrir viðkomandi starfsmenn og sem þakklætisvott fær starfsmaður bók, handverk eða listmun að gjöf auk blóma. Einu sinni á ári, að vori til, efnir bæjarstjóri svo til sameiginlegs kaffisamsætis fyrir þá sem hafa náð 25 ára starfsaldri. Eru þá veittar viðurkenningar auk blómvandar og gjafar í formi 50.000.- kr gjafabréfs. Í boði bæjarstjóra í Hafnarborg í gær komu saman allir starfsmenn sem hafa unnið lengur en 25 ár hjá bænum, í heild 45 einstaklingar sem hafa verið við störf í 25-40 ár eða samanlagt í 1316 ár.

25 ára starfsafmæli - 45 viðurkenningar

Samanlagður starfsaldur 45 starfsmanna sem fengu viðurkenningu Hafnarfjarðarbæjar í gær er 1316 ár. Hér má sjá hópinn sem unnið hefur í 25-40 ár hjá bænum.

Ábendingagátt