Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Pósturinn leitar sífellt leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og eitt af aðalmarkmiðum ársins 2023 er að fjölga grænum leiðum. Hafið er tilraunaverkefni í samstarfi við Sörla í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ sem lofar góðu.
Pósturinn leitar sífellt leiða til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og eitt af aðalmarkmiðum ársins 2023 er að fjölga grænum leiðum. Nú er því þarfasti þjónninn aftur genginn til liðs við Póstinn sem mun hafa mikið að segja í baráttunni gegn loftlagsvandanum. Hafið er tilraunaverkefni í samstarfi við Sörla í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ sem lofar góðu.
Svar við hækkandi olíuverði og auknum kröfum um umhverfisvernd
Vilborg Ásta Árnadóttir hjá Póstinum segir að það þurfi að bregðast við hækkandi olíuverði og auknum kröfum um umhverfisvernd. „Það er gaman að segja frá því að hugmyndin um að nýta aftur hesta til að flytja póst og pakka manna á milli kom frá starfsmanni Póstsins í hugmyndasamkeppni um hvernig mætti minnka kolefnispor fyrirtækisins. Fyrst hlógum við þegar þessi hugmynd kom upp en þegar farið var að kanna málið kom í ljós hún er ekki svo fráleit,“ segir hún.
„Við höfum bæði ráðfært okkur við sérfræðing í Bretlandi, Ellis Brigham, sem starfar í hestadeild lögreglunnar í Gloucestershire, og Atla Má Ingólfsson, formann Hestamannafélagsins Sörla. Þeir eru sammála um að íslenski hesturinn henti vel í þetta verkefni því hann er bæði sterkur og gáfaður og þægilegur í umgengni. Svo er skapgerð hestanna okkar víst mjög góð fyrir krefjandi verkefni eins og þetta,“ segir hún.
Tilraunaverkefni í Hafnarfirði í samstarfi við Sörla og Hafnarfjarðarbæ
Nú er hafið tilraunaverkefni í samstarfi við Sörla í Hafnarfirði og Hafnarfjarðarbæ sem snýst um að nýta hesta á ný til að dreifa pósti og pökkum í hverfum Hafnarfjarðar. „Það tekur tíma að þjálfa hestana en þau Gustur, Funi, Gerpla, Tígull og Ósk lofa góðu og hafa þegar farið í fyrstu ferðirnar með pinkla og bréf í úthverfum Hafnarfjarðar,“ segir Atli sem er spenntur fyrir tilraunaverkefninu. „Það er gaman að finna íslenska hestinum nýjan tilgang í breyttum heimi,“ bætir hann við.
Mikilvægt afturhvarf til fortíðar
Vilborg segir að það krefjist nokkurs undirbúnings að koma verkefninu á koppinn. „Við höfum auglýst eftir knöpum innanhúss til að sinna þessu verkefni. Viðkomandi þurfa að vera alvanir hestamennsku og hafa mikinn áhuga á að taka þátt í tilrauninni með okkur. Þó að Pósturinn sigli á hraðbyri inn í stafræna framtíð er þetta afturhvarf til fortíðar nauðsynlegt til að sporna gegn losun gróðurhúsalofttegunda. Við bindum miklar vonir við verkefnið. Ég held að fólki muni þykja gaman að sjá þarfasta þjóninn á götum bæjarins á ný,“ segir Vilborg að lokum og strýkur yfir snoppuna á Ósk.
Undir þetta tekur bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Rósa Guðbjartsdóttir: „Lágmörkun losunar gróðurhúsalofttegunda, virkt hringrásarhagkerfi og vistvænar samgöngur eru okkur mikið hjartans mál. Það er því ekki annað hægt en að fagna framtaki Póstsins og hoppa á hestvagninn. Á sama tíma leggjum við mikla rækt við bæjarbraginn, sögulega arfleifð, hlýleika og upplifun í einstöku umhverfi. Mig grunar að íbúar muni taka vel í þessa „nýjung“ hér heima í Hafnarfirði.“
Nýsköpunarsetrið við Lækinn hefur fengið nýjan forstöðumann sem mótar nú starfsemina og stefnir á að vera kominn á fullt skrið…
Myndarlegur hópur mætti í kalda fjöruna við Langeyrarmalir og stakk sér í sjóinn á Nýársdag. Sjósbaðsstelpurnar Glaðari þú undirbjuggu og…
Það er mikill hugur í Skíða- og Skautafélagi Hafnarfjarðar og til stendur að félagið leggi gönguskíðaspor á Hvaleyrarvatni í dag…
Nú um áramótin tók Valdimar Víðisson við starfi bæjarstjóra Hafnarfjarðar af Rósu Guðbjartsdóttur sem gengt hefur embættinu síðan í júní…
Það jafnast fátt á við útiveru í veðurblíðunni þessa dagana og ófáir sem nýtt hafa sér tækifærið til útivistar í…
Tesla á Íslandi hefur fest sér húsnæði undir nýjar höfuðstöðvar sínar að Borgahellu 6 í Hafnarfirði. Bygginga- og fasteignafélagið Bæjarbyggð…
Ragnhildur Sigmundsdóttir hefur nú lokið störfum sem leikskólakennari. Hún hefur sinnt starfinu í 51 ár og í Hafnarfirði allt frá…
Icelandair hefur flutt höfuðstöðvar sínar á Vellina í Hafnarfirði. Nú starfa þar 550 manns í glæsilegu húsnæði sem hannað er…
Val á íþróttakonu, íþróttakarli og íþróttaliði Hafnarfjarðar fór fram í íþróttahúsinu Strandgötu í dag. Meistaraflokkur FH karla í handknattleik er…
Á íþrótta- og viðurkenningarhátíð Hafnarfjarðar 2024, sem haldin var í dag, var Anton Sveinn heiðraður sérstaklega fyrir afrek sín og…