Bless útilegutæki – undirbúningur fyrir komandi skólaár hefst í næstu viku

Fréttir

Skólastarf fer bráðlega á fullt á nýjan leik og undirbúningur fyrir komandi skólaár hefst í næstu viku. Eigendur útilegutækja sem staðsett eru við skólalóðir eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja tækin í síðasta lagi sunnudaginn 11. ágúst.

Vinsamlega fjarlægið útilegutækin í síðasta lagi sunnudaginn 11. ágúst

Fjöldi íbúa hefur nýtt sér þann möguleika að leggja hverskyns útilegutækjum á bílastæði við m.a. grunnskóla Hafnarfjarðar. Skólastarf fer bráðlega á fullt á nýjan leik og undirbúningur fyrir komandi skólaár hefst í næstu viku. Eigendur útilegutækja sem staðsett eru við skólalóðir eru vinsamlega beðnir um að fjarlægja tækin í síðasta lagi sunnudaginn 11. ágúst.

Boðið stendur til 11. ágúst 2024

Stæði grunnskólanna verða opin fyrir slíkan búnað til og með sunnudagsins 11. ágúst. Að morgni mánudagsins 12. ágúst þurfa öll tæki og búnaður að vera farin af öllum grunnskólalóðum Hafnarfjarðarbæjar. Sérstök athygli er vakin á því að engin gæsla eða myndavélar eru á svæðinu og öll tæki og búnaður áfram alfarið á ábyrgð eigendanna sjálfra. Nær þetta boð eingöngu til tækja sem eru í virkri notkun yfir sumartímann en ekki til númerslausra bíla og tækja/búnaðar sem vantar geymslu allt árið um kring. Tæki, vagnar og bílar sem eru án númera eru fjarlægð á kostnað eigenda.

Sjá nánar hér
Fyrirfram þakkir fyrir skjót viðbrögð!
Ábendingagátt