Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
All verk ehf. byggir búsetuskjarna með sólarhringsþjónustu við Smyrlahraun 41A. Húsnæðið verður tilbúið um mitt ár 2027.
All verk ehf. byggir búsetuskjarna við Smyrlahraun 41A. Ritað hefur verið undir samninginn og stefnt er að því að húsið verið risið í júní 2027. Hafnarfjarðarbær óskaði eftir tilboðum í alútboði og varð All verk fyrir valinu.
Valdimar Víðisson bæjarstjóri segir þetta stórt skref og mikilvægan áfanga. „Þrír nýir búsetukjarnar hafa opnað á síðustu 7 árum. Húsnæðisáætlun hefur verið lögð fram og ljóst við ætlum okkur að fjölga til muna fjölbreyttum búsetuúrræðum fyrir fatlað fólk á næstu árum.“
Íbúðirnar í búsetukjarnanum eru sex og verða reistar fyrir fatlað fólk sem þarf sólarhringþjónustu. Íbúðirnar verða til útleigu og auk þess sem þar er íbúð sem geymir aðstöðu fyrir starfsmenn.
Hver íbúð verður 48 fermetrar ásamt 175 fermetrum í starfsmanna- og öðru sameiginlegu rými, samtals nettó um 463 fermetrar. Heildarfjárhæð verksins nemur um 380 milljónum króna.
Húsið verður staðsteypt og klætt með álklæðningu í ljósbrúnum lit. Skyggni er klætt með timbri sem gefur hlýlegt yfirbragð. Þakið verður tvíhalla, með 200 mm staðsteyptri þakplötu sem á kemur vatnsþolinni einangrun og úthagatorfi sem yfirborð. Gluggar eru stórir og gerðir úr tré og áli.
Aðalinngangur hússins er sunnan megin og býður upp á gott aðgengi bæði fyrir gangandi og akandi. Við innganginn er skjólgott útisvæði með setrýmum og gróðri sem skapar hlýlegt umhverfi. Innan við innganginn tekur við rúmgott anddyri sem leiðir beint inn í miðlægan tengigang, hjarta hússins, sem tengir saman íbúðir, starfsmanna- og stoðrými.
Tengigangurinn er bjartur og rúmgóður, með aukinni lofthæð þar sem hallandi þök mætast. Gluggar í risinu hleypa inn ríkulegri birtu og skapa opið og ljóst yfirbragð.
Samkvæmt samningnum á vinnan að hefjast um þessar mundir og gert er ráð fyrir að framkvæmdir standi yfir fram eftir næsta ári og ljúki sem fyrr segir um mitt ár 2027. Hafnarfjarðarbær leggur áherslu á að verkið verði unnið í samræmi við gæði og öryggiskröfur og að tryggt verði að uppbygging í Smyrlahrauni gangi fram samkvæmt áætlun.
Nú skína jólaljósin skært. Jólabærinn Hafnarfjörður hvetur Hafnfirðinga og vini Hafnarfjarðar til þess að senda ábendingu um þau hús, þær…
Allt er að smella hjá Mæðrastyrksnefnd Hafnarfjarðar sem úthlutar á morgun mat og gjöfum til um 300 hafnfirskra einstæðinga og…
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.