Glænýr Grýluhellir við Pakkhús byggðasafnsins

Fréttir Jólabærinn

Grýluhellir stendur alla aðventuna fyrir framan Pakkhús byggðasafnsins á Vesturgötunni. Börnin og fullorðnir geta kíkt inn, notið.

Glænýr grýluhellir við Pakkhús byggðasafnsins

Grýluhellir stendur alla aðventuna fyrir framan Pakkhús byggðasafnsins á Vesturgötunni. Börnin og fullorðnir geta kíkt inn, notið. Spænski listamaðurinn Juan sem gengur undir listamannsnafninu Juan Picture Art, hannaði útlit hellisins en Sara Blöndal leikmyndahönnuður hannaði hellinn að innan.

Juan hefur einmitt sett mark sitt á Hafnarfjörð með skemmtilegri götulist. Í sumar breytti hann hinum ýmsu innviðum, eins og rafmagnskössum og fráveitulokum, í listaverk. Þau grípa augað og í stað grárra kassa og brúnna loka má nú sjá víking, ísskáp, bláan ópalpakka og torfbæ, sem Juan segir að sé einmitt kveikjan að því að hann var fenginn til að hanna Grýluhellinn.

Grýluhellirinn er hins vegar ekki málaður, sem hingað til hefur verið sérsvið Juan. „Ég var beðinn um að breyta einu litlu jólaviðarhúsanna, eins og standa í Jólaþorpinu, í torfbæ. Eftir umhugsun fannst mér málning ekki ná mosa- og grasáferðinni á torfbæjunum nægilega og greip því til þess að nota gervigrasið. Það hjálpaði mjög,“ segir Juan.

„Ég vildi að einkennandi útlit þeirra skilaði sér sem best.“ Verkið hafi því dregið hann á nýjar slóðir, frá penslunum í efni. „Ég er virkilega ánægður með útkomuna.“

Spænski listamaðurinn Juan á fjölda götulistaverka í Hafnarfirði. Nú hefur hann einnig hannað grýluhelli við Pakkhús byggðasafnsins.

 

 

Ábendingagátt