Fjársjóðirnir á Fornubúðum: Gára og Sign

Fréttir Jólabærinn

Handverk og skart. Fjöldi fyrirtækja hefur hreiðrað um sig í Fornubúðum á Hafnarfjarðarhöfn. Þar má finna gullmolana Gáru og Sign sem lesa má um í jólablaðinu.

Fyrirtækin í Fornubúðum

Fjölmörg fyrirtæki hafa hreiðrað um sig í Fornubúðum og gaman að kíkja þar við. Þar eru meðal annars Gára handverk og Sign sem fjallað er um í jólablaði Hafnarfjarðarbæjar.

Opið á vinnustofunni Gáru handverki

„Hér er kósí og sætt,“ segir Asta Henriksdóttir einn fimm listamanna sem eru með vinnustofuna  Gáru handverk við Flensborgarhöfn. Þær mæta á morgnanna og eru fram eftir degi. „Við tökum vel á móti gestum þegar við erum á staðnum,“ segir hún.

Tvívegis er opið hús hjá Gáru handverki fyrir jólin. Síðustu helgina í nóvember og fyrstu helgi í desember. En hvað er þar að finna? „Leirmuni. Skálar, bolla, diska, vasa, kertastjaka. Mjög fjölbreytt,“ segir Asta. „Við fimm vinnum allar í leir. Bullandi samkeppni,“ segir Asta og hlær.

Öll velkomin og oftast einhver milli 11-16 á staðnum nema föstudaga.

Gára handverk er með vinnustofu sína á Flensborgarhöfn. Opnu hús vinnustofunnar verða síðustu helgina í nóvember og þá fyrstu í desember.

 

Gára handverk er með vinnustofu sína á Flensborgarhöfn. Opnu hús vinnustofunnar verða síðustu helgina í nóvember og þá fyrstu í desember. Elsa, Edda, Asta, Elsa og Jóna Steiney. Myndir/Óli Már

 

Ævintýraheimur Sign

„Sign í Fornubúðum er leikmyndin. Þau sem stíga inn í verslunina, sem er inni á verkstæðinu, horfa á okkur vinna. Það er partur af upplifuninni,“ segir gullsmiðurinn Sigurður Ingi Bjarnason sem smíðar skartgripi undir merkjum Sign.

Skartið fæst víða um land, sem og í fríhöfninni og Bláa lóninu en í Fornubúðum 12 á hafnarbakka Hafnarfjarðar er hjarta starfseminnar.

„Húsnæðið hefur tilheyrt fjölskyldunni lengi. Hér var aðstaða fyrir grásleppusjómenn og hér geymdu pabbi og bræður hans veiðarfæri sín,“ Sigurður Ingi. „Pabbi og bræður hans áttu einmitt bilið sem ég flutti fyrst í.“ Jólin séu tíminn.  „Við hér í Sign erum gleðigjafar í aðdragandanum og þið eruð öll velkomin.“

  • Verslunin er opin alla virka frá 10-18 alla daga og laugardaga frá 11-15.

Þórdís, Dúa, Sigurður Ingi og Kristín hjá Sign.

Ábendingagátt