660 sóttu menningar- og heilsugöngur í sumar

Fréttir

Alls yfir 660 sóttu menningar- og heilsugöngur sem fram fóru alla miðvikudaga í sumar. Göngurnar hafa fengið fastan sess hjá mörgum þátttakendum.

Samvera í forgrunni

Þrettán menningar- og heilsugöngur fóru fram í sumar. Fjöldi fólks tók þátt og voru gestirnir yfir 660 í þeim samtals.

Menning, heilsa og samvera var samantvinnuð í göngunum alla miðvikudaga í júní, júlí og ágúst. Flestir mættu í 20. ágúst og röltu á milli stríðsminja í miðbænum með Jónatani Garðarssyni.

Stríðsminjar, skátaganga, barnaganga hraun, kirkjur og hestar voru meðal viðfangsefna í ólíkum göngunum sem hafa fengið fastan sess meðal sumra gestanna.

Já, þetta var frábært sumar. Eitt stórt takk til allra sem tókuð þátt og eitt hvatningarklapp til allra sem stefna á að vera með okkur að ári!

Ábendingagátt