Breyting á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015

Tilkynningar

Bæjarstjórn hefur samþykkt óverulega breytingu á aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2015. Hægt er að sjá greinargerðina með rökstuðningi í skipulagsgátt.

Bæjarstjórn Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum 9. apríl 2025 óverulega breytingu á Aðalskipulagi Hafnarfjarðar 2013-2025 í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Breytingin felst í textabreytingu á greinargerð vegna miðsvæðis Valla M2 þar sem heimilaðar eru breytingar á hæð húsa í samræmi við áður samþykkt deiliskipulög. Greinargerð með rökstuðningi er aðgengileg á skipulagsgátt: https://skipulagsgatt.is/issues/2025/336

Breytingin hefur verið send skipulagsstofnun til staðfestingar. Ef óskað er frekari upplýsinga um tillöguna er hægt að senda fyrirspurn á netfangið skipulag@hafnarfjordur.is eða hafa samband við þjónustuver Hafnarfjarðar í síma 585 5500.

Ábendingagátt