850 unglingar á Grunnskólahátíðinni

Fréttir

Allt að 850 hafnfirskir unglingar komu saman og skemmtu sér konunglega á Grunnskólahátíðinni í ár sem haldin var 7. febrúar.

850 hafnfirskir unglingar skemmtu sér saman!

Allt að 850 hafnfirskir unglingar komu saman og skemmtu sér konunglega á Grunnskólahátíðinni í ár sem haldin var 7. febrúar.

Kvöldið hófst á því að DJ Thekidstm úr Hvaleyrarskóla og DJ Younder úr Ölduselsskóla sáu um tónlistina. Aron Can, Séra Bjössi og Dj Dóra Júlía héldu svo uppi stuðinu. Háski, fyrrum nemandi úr Hafnarfirði, kom sem leynigestur og Herra Hnetusmjör steig síðastur á svið og stuðið magnaðist.

Grunnskólahátíðin er dansleikur þar sem unglingar allra grunnskóla í Hafnarfirði koma saman og skemmta sér! Hún var haldin í íþróttahúsinu Strandgötu og stóð stuðið til 22:00

Ungmenni stýra ferðinni

Ungmenni frá öllum skólum bæjarins undirbúa grunnskólahátíðina. Þau ákveða sjálf þema, tónlistaratriði og leggja mikinn metnað í að stemmingin sé góð — og það var hún eins og myndirnar bera með sér. Þemað í ár var Casino og keppa grunnskólarnir árlega í skreytingakeppni. Hraunvallaskóli stóð uppi sem sigurvegari.

Deildarstjórar tómstundamiðstöðvana halda utan um vinnuna og sjá um að framkvæmdina á því sem unga fólkið hefur óskað eftir. Kröftug ungmenni sáu svo um kynningu kvöldsins. Andrea L. Hafdal Kristinsdóttir, Elisabeth Rós Sverrisdóttir og Berger Heiðrún Ingólfsdóttir úr Setbergskóla kynntu fyrri partinn og tóku Elma Rún Jónsdóttir úr Áslandsskóla og Embla Guðríður Arnarsdóttir úr Öldutúnsskóla við.

Ábendingagátt