90% aukning í sölu Gestakorta

Fréttir

Á fyrstu sex mánuðum ársins var 90% meiri sala á Gestakortum samanborið við sama tímabil á síðasta ári. Handhöfum er veittur aðgangur að tólf helstu söfnum í Reykjavík, Húsdýragarðinum og Viðeyjarferju auk þess að veita afslátt af verði á veitingahúsum, söfnum, verslunum og sundlaugum annarra sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu.

Höfuðborgarstofa gefur út Gestakort Reykjavíkur (Reykjavík City Card) en á fyrstu sex mánuðum
ársins var 90% meiri sala á kortunum samanborið við sama tímabil á síðasta ári.
Það er mun meiri söluaukning en í straumi ferðamanna til landsins á svipuðum
tíma en samkvæmt gögnum Ferðamálastofu var 47% aukning á brottförum frá landinu
í Flugstöð Leifs Eiríkssonar fyrstu fimm mánuði ársins borið saman við síðasta
ár. Kortið er selt á tæplega 50 stöðum sem þjónusta ferðamenn á
höfuðborgarsvæðinu en Upplýsingamiðstöð ferðamanna í Ráðhúsinu er stærsti
sölustaður kortsins. 

Handhöfum Gestakortsins
er veittur aðgangur að tólf helstu söfnum í Reykjavík, Húsdýragarðinum og
Viðeyjarferju. Korthafar fá einnig óheftan aðgang í sundlaugar og Strætó í borginni.
Þá veitir kortið m.a. afslátt af verði aðgöngumiða á veitingahúsum, söfnum,
verslunum og sundlaugum annarra sveitarfélaga á Höfuðborgarsvæðinu. Gestakortið
er fáanlegt sem 24, 48 og 72 tíma kort.   

Áshildur Bragadóttir
forstöðukona Höfuðborgarstofu:

,,Þetta er frábær árangur sem ber að
þakka öllum okkar samstarfs-og söluaðilum. Það er greinilegt að gestir
borgarinnar kunna vel að meta Gestakortið enda er það lykill að því öfluga
menningarlífi sem borgin hefur upp á að bjóða og aðgangur í glæsilegar sundlaugar
borgarinnar. Við bindum vonir við að geta rafvætt kortið á næstu misserum sem
mun efla sölu þess enn frekar.“        

Gestakortið gildir á eftirfarandi stöðum:

Gestakortin kosta:

  • 24 tíma kort: 3.700 kr. – barnagjald: 1.500 kr.
  • 48 tíma kort: 4.900 kr. – barnagjald: 2.500 kr.
  • 72 tíma kort: 5.900 kr. – barnagjald: 3.300 kr. 

Nánari upplýsingar
veitir: Berghildur Erla Bernharðsdóttir kynningarstjóri Höfuðborgarstofu í síma
694-5149. 

Ábendingagátt