Hjúkrunarheimili á Sólvangssvæðinu
Á fundi fjölskylduráðs sl. föstudag var samþykkt tillaga um að nýtt 60 rýma h hjúkrunarheimili, samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Velferðarráðuneytið frá árinu 2010, rísi á Sólvangsreitnum.
Á fundi fjölskylduráðs sl. föstudag var samþykkt tillaga um að nýtt 60 rýma hjúkrunarheimili, samkvæmt fyrirliggjandi samningi við Velferðarráðuneytið frá árinu 2010, rísi á Sólvangsreitnum. Jafnframt var bæjarstjóra falið að taka upp formlegar viðræður við Velferðarráðuneytið um fjölgun hjúkrunarrýma í bænum enda fyrirliggjandi brýn þörf á frekari uppbyggingu á næstu árum.
Samþykkt var að vísa tillögunni til bæjarstjórnar sem fundar á miðvikudaginn.
Í greinargerð sem fylgdi tillögunni kemur fram að staðsetningin sé í samræmi við núverandi stefnumótun í málefnum eldri borgara þess efnis að Sólvangur verði miðstöð öldrunarþjónustu í Hafnarfirði. Þar er nú þegar fyrir hendi ýmis stoðþjónusta sem mikilvægt er að sé til staðar í nærumhverfi nýs hjúkrunarheimilis auk þess sem heimild er fyrir 4000fm viðbyggingu á reitnum samkvæmt núgildandi deiliskipulagi.
Capacent gerði samanburð á valkostum um staðsetningu haustið 2014. Niðurstaða þeirra var er að samkvæmt veginni einkunn er staðsetning á Sólvangsreitnum valinn hagkvæmasti kosturinn fyrir uppbyggingu á nýju hjúkrunarheimili.
Hér er hægt nálgast greinargerðina.
Undirbúningur mun hefjast á næstu vikum og miðað er við að nýtt hjúkrunarheimili taki til starfa í apríl 2018.