Ábendingalína Barnaheilla til hjálpar börnum
Nýverið var ný tilkynningasíða Ábendingalínunnar opnuð. Allir þeir sem starfa með og fyrir börn, eru beðnir um að kynna Ábendingalínuna fyrir börnum í sínu umhverfi. Jafnframt vonast Barnaheill eftir því að allt samfélagið nýti Ábendingalínuna til að tilkynna um ofbeldi, tælingu, áreitni eða hvaðeina annað sem er ólöglegt eða óviðeigandi á neti og varðar börn.
Samstarf um aukið netöryggi
Nýverið var ný tilkynningasíða Ábendingalínunnar opnuð á vefslóðinni barnaheill.is/abendingalina . Allir þeir sem starfa með og fyrir börn, eru beðnir um að kynna Ábendingalínuna fyrir börnum í sínu umhverfi. Jafnframt vonast Barnaheill eftir því að allt samfélagið nýti Ábendingalínuna til að tilkynna um ofbeldi, tælingu, áreitni eða hvaðeina annað sem er ólöglegt eða óviðeigandi á neti og varðar börn.
Ábendingalínan er ætluð bæði börnum og fullorðnum
Ábendingalínan er ætluð bæði börnum og fullorðnum. Hún er aldursskipt fyrir 14 ára og yngri, 15-17 ára og svo 18 ára og eldri. Á Alþjóðlega netöryggisdeginum, þann 11. febrúar síðastliðinn var nýrri kynningarherferð Barnaheilla á Ábendingalínunni ýtt úr vör. Hin nýja kynningarherferð byggir á slagorðunum „þú getur hjálpað okkur að eyða því versta“.
Til Ábendingalínunnar er hægt að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni sem varðar börn á netinu, svo sem ofbeldi gegn börnum, kynferðislegt eða annars konar ofbeldi, tælingu, áreitni, hatursorðræðu, einelti og fleira. Ábendingalína Barnaheilla sem rekin er í samstarfi við Ríkislögreglustjóra, er hluti af SAFT verkefninu, ásamt Heimili og skóla og Rauða krossinum sem rekur 1717, hjálparsímann. Verkefnið nýtur styrkja frá Evrópusambandinu og fleirum.
Alþjóðlegt net ábendingalína um allan heim
Ábendingalínan er þátttakandi í alþjóðlegu neti ábendingalína um allan heim í gegnum regnhlífasamtökin Inhope en á hverju ári renna yfir hundrað þúsund tilkynningar í gegnum samstarfsnetið sem varða hundruðir þúsunda mynda og myndbanda sem leiða til þess að kynferðisofbeldi gegn börnum er fjarlægt af netinu og börnum er komið til bjargar. Tækni fleygir fram á þessu sviði og nú orðið eru meiri líkur á því en áður að hægt sé að fjarlægja myndefni af netinu. Þó er við ramman reip að draga því vandinn er gríðarlegur þegar kemur að dreifingu á kynferðisofbeldi gegn börnum á neti. Það er því afar mikilvægt að tilkynnt sé um myndefni sem almenningur rekst á sem inniheldur slíkt efni. Það er ólöglegt að skoða eða dreifa slíku efni en mikilvægt að tilkynna til Ábendingalínu ef vart verður við það.
https://www.youtube.com/watch?v=lJflW8qdNjw
Hér að ofan má sjá auglýsingu um Ábendingalínuna sem hægt er að sýna börnum: Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta. Gott er að eiga gott samtal um netöryggi og jákvæða sjálfsmynd við það tækifæri.
Allar frekari upplýsingar veitir Þóra Jónsdóttir, verkefnastjóri Ábendingalínunnar, í s. 6981976 eða í gegnum thora@barnaheill.is.