Leiðsögn, tól og almennur nördaskapur. 

Mánaðarlegar smiðjur fram að Heimum & himingeimum. 

Hefur þig alltaf langað í geggjaðan búning? Horfir á öll vídjóin á jútúb og fylgir öllum með #cosplay á öllum miðlum?

Er EVAfoam ógnvekjandi? Eru saumavélar á hæsta tindi ómöguleikans?

Rugl. Það geta allir gert galla/kit.

Við hittumst á laugardögum, vinnum, spjöllum, skemmtum okkur. Það er leiðbeinandi á staðnum sem er klár í að finna út úr hlutunum, og við deilum þekkingu og reynslu, – því allir byrja einhverstaðar og allir eiga skilið að eignast draumabúninginn sinn.

Saumavélar og allt sem þarf á staðnum. Aðstoð við snið og almennileg borð til efnisskurðar (bless stofugólf!), hamingja og félagsskapur fyrir alla sem ætla að vera fáránlega flott a Heimum og Himingeimum í ágúst!
Ábendingagátt