Viðbótarstyrkur vegna frístunda haustið 2021

Fréttir

Hafnarfjarðarbær vekur sérstaka athygli á því að börn fædd árin 2006-2015 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000.- kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Um er að ræða styrk frá félagsmálaráðuneyti vegna COVID-19 sem sveitarfélögin sjá um að greiða út. Markmið með styrknum er að jafna tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

Á barnið þitt rétt á viðbótarstyrk vegna frístunda haustið 2021?

Hafnarfjarðarbær vekur sérstaka athygli á því að börn fædd árin 2006-2015 sem eru með lögheimili á tekjulágum heimilum geta átt rétt á 25.000.- kr. viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar haustið 2021. Um er að ræða styrk frá félagsmálaráðuneyti vegna COVID-19 sem sveitarfélögin sjá um að greiða út. Markmið með styrknum er að jafna tækifæri barna til þátttöku í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi.

SerstakurStyrkurHaust2021

Umsóknir þurfa að berast eigi síðar en 31. desember 2021

Ef foreldri/forsjáraðili telur að barn sitt eigi rétt á viðbótarstyrk vegna íþrótta- og tómstundaiðkunar á haustönn 2021 og hefur ekki nýtt styrkinn nú þegar í gegnum Sportabler má sækja um styrkinn á Mínum síðum eigi síðar en 31. desember 2021.

Umsókn þarf að fylgja kvittun frá íþrótta- og tómstundafélagi og staðgreiðsluskrá

Með umsókn í gegnum Mínar síður þarf að fylgja kvittun frá íþrótta- og tómstundafélagi. Á kvittun þarf að koma fram nafn og kennitala barns og tímabilið sem námskeiðið stendur yfir. Einnig þarf að fylgja staðgreiðsluskrá framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks fyrir árið 2021. Staðgreiðsluskrána er hægt að sækja á skattur.is

Eftirfarandi eru skilyrði fyrir greiðslu viðbótarstyrks:

  • Heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks voru lægri en 787.200.- kr. að meðaltali á mánuði á tímabilinu mars – júní 2021 (mars, apríl, maí og júní)
  • Gildir einungis fyrir námskeið á haustönn 2021, þ.e. á tímabilinu ágúst-desember 2021.
  • Umsóknir verða að berast eigi síðar en 31. desember 2021
  • Barn þarf að vera fætt á árunum 2006-2015

Upplýsingar um viðbótarstyrkinn má finna á vef félagsmálaráðuneytis

Reglur Hafnarfjarðarkaupstaðar um úthlutun sérstakra íþrótta- og tómstundastyrkja fyrir börn á tekjulágum heimilum á haustönn 2021

Ábendingagátt