Ábendingar frá íbúum um bætt umferðaröryggi

Fréttir

Hafnarfjarðarbær vinnur að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið og óskar hér með eftir ábendingum frá íbúum um þau atriði sem geta stuðlað að bættu umferðaröryggi í bænum, fyrir gangandi, hjólandi og akandi.

Hafnarfjarðarbær
vinnur nú að gerð umferðaröryggisáætlunar fyrir sveitarfélagið.

Hvaða atriði/þættir geta bætt umferðaröryggi í bænum?

Við
gerð áætlunar er mikilvægt að hafa samráð við íbúa bæjarins. Því óskar
Hafnarfjarðarbær eftir ábendingum frá íbúum um þau atriði sem geta stuðlað að
bættu umferðaröryggi í bænum, fyrir gangandi, hjólandi og akandi. Í ferlinu er einnig
 haft samráð við ýmsar stofnanir og hagsmunaaðila til að tryggja að sem
víðtækust sjónarmið komi fram.

Leiðbeiningar um gerð slíkra áætlana má finna á heimasíðu Samgöngustofu  

Ábendingar óskast sendar á netfangið: hafnarfjordur@hafnarfjordur.is í síðasta lagi 10. maí 2017.

Nánari upplýsingar veitir Helga
Stefánsdóttir hjá umhverfis- og skipulagsþjónustu Hafnarfjarðarbæjar í  tölvupósti á
netfangið: helgas@hafnarfjordur.is.

Ábendingagátt