Ábendingar vegna endurskoðunar á skólastefnu

Fréttir

Stýrihópur um endurskoðun á skólastefnu fyrir Hafnarfjörð óskar eftir ábendingum og hugmyndum í endurskoðunarvinnuna.

Stýrihópur um endurskoðun skólastefnu fyrir Hafnarfjörð óskar eftir ábendingum og hugmyndum í endurskoðunarvinnuna. Hann hefur sent út bréf til foreldraráða leikskóla, skólaráða grunnskóla og foreldrafélaga og fleiri tengda aðila, þar sem m.a. segir:

„Skólastarf er ein mikilvægasta starfsemi bæjarfélagsins. Nú stendur yfir endurskoðun skólastefnu Hafnarfjarðar og erum við undirrituð skipuð í stýrihóp um verkefnið af fræðsluráði Hafnarfjarðarbæjar.

Skólastarf snertir flesta þætti samfélagsins og því höfum við tekið þá ákvörðun að leita til fjölmargra aðila innan bæjarfélagsins til þess að leggja okkur til hugmyndir og ábendingar um skólastarf í grunnskólum, leikskólum, tónlistarskólum og námsflokkum/framhaldsfræðslu í bænum. Markmiðið er að skoða hvernig hefur tekist til og hvaða væntingar við gerum til skólastarfs á komandi árum.

Við leitum til þín um að senda okkur skriflegar ábendingar um atriði og hugmyndir sem þú telur eiga heima í skólastefnu Hafnarfjarðar til næstu ára.

Þér er velkomið að hafa samband við aðra um þetta erindi og senda það áfram til þeirra sem kynnu að hafa áhuga og innlegg í vinnuna að skólastefnunni.

Við biðjum þig að senda okkur innlegg þitt ekki síðar en föstudaginn 27. mars á netfangið skolastefna@hafnarfjordur.is og einnig má senda þangað fyrirspurnir um verkefnið ef frekari upplýsinga er þörf.“

Með kveðju,
Elva Dögg Ásudóttir Kristinsdóttir
Hörður Svavarsson
Kristinn Andersen

Ábendingagátt