Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Ársreikningur Hafnarfjarðarbæjar fyrir árið 2019 var lagður fram í bæjarráði í dag. Þrátt fyrir umtalsverðar fjárfestingar og framkvæmdir við uppbyggingu innviða var rekstrarniðurstaðan jákvæð og yfir áætlunum.
Ársreikningur Hafnarfjarðar fyrir árið 2019:
Sjá lið 2 í fundargerð bæjarráðs
Afgangur af rekstri A og B hluta bæjarsjóðs nam 1.236 milljónum króna en áætlun með viðaukum gerði ráð fyrir 642 milljóna króna afgangi. A hluti bæjarsjóðs skilaði 426 milljóna króna afgangi en áætlun gerði ráð fyrir halla upp á 45 milljónir króna. Mismun á áætlun og niðurstöðu má meðal annars rekja til þess að gjaldfærsla lífeyrissjóðsskuldbindinga var 392 milljónum króna lægri en gert hafði verið ráð fyrir, auk þess sem fjármagnsliðir voru 245 milljónum króna lægri vegna lægri verðbótaþáttar. Skatttekjur voru hins vegar 94 milljónum króna lægri en áætlun gerði ráð fyrir og framlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga voru 46 milljónum undir áætlun. Veltufé frá rekstri nam 3.396 milljónum króna eða 11,9% af heildartekjum.
„Við höfum stigið varfærin og ábyrg skref í rekstri sveitarfélagsins. Niðurstöður ársreiknings 2019 eru í takti við áætlanir okkar og samræmist markmiðum um ábyrga fjármálastjórn og vel ígrundaðar ákvarðanir,“ segir Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri Hafnarfjarðar. Aðgerðaáætlun vegna Covid19 var samþykkt einróma í bæjarstjórn í byrjun apríl. „Ég er sannfærð um að traustur rekstur síðustu ára og samstaða og einhugur stjórnenda og starfsfólks muni koma sveitarfélaginu í gegnum þær þrengingar sem Covid19 faraldurinn hefur í för með sér. Áhersla verður lögð á innspýtingu fjármagns á þeim stöðum sem koma hjólum atvinnulífs og efnahags á skrið að nýju. Þannig hyggjumst við flýta framkvæmdum og endurbótum, forgangsraða verkefnum út frá breyttum forsendum og fjölga atvinnuúrræðum. Augljóslega eru forsendur fjárhagsáætlunar 2020 brostnar að miklu leyti og ljóst að áætlanir munu taka miklum breytingum á komandi vikum og mánuðum. Útsvarstekjur munu skerðast , gjalddagar færast til og útgjöld aukast. Þetta verður stórt viðfangsefni sem mun hafa umtalsverð áhrif á rekstur bæjarfélagsins. En við höfum bæði burði og getu til að lágmarka neikvæð áhrif á þjónustu við íbúa og uppbyggingu innviða.”
Fjárfestingar og uppbygging
Fjárfestingar á árinu 2019 námu 4.557 milljónum króna. Meðal helstu framkvæmda voru áframhaldandi uppbygging nýs skóla í Skarðshlíð sem lýkur haustið 2020 fyrir 1.258 milljónir króna, bygging hjúkrunarheimilis fyrir 855 milljónir króna og framkvæmdir vegna íþróttamannvirkja að Ásvöllum, Kaplakrika og við Keili fyrir alls um 656 milljónir króna. Framkvæmdir við grunn- og leikskóla námu um 167 milljónum króna og endurbætur á St. Jósefsspítala um 85 milljónum króna. Þá nam kaupverð íbúða Húsnæðisskrifstofu um 243 milljónum króna. Framkvæmdir við gatnagerð og hafnarmannvirki kostuðu 1.010 milljónir króna en tekjur vegna gatnagerðagjalda og byggingaréttar námu um 740 milljónum króna.
Óbreytt skuldaviðmið
Afborganir langtímaskulda námu alls um 1,5 milljörðum króna á síðastliðnu ári. Tekin voru ný lán á árinu fyrir 1,1 milljarð króna. Auk þess voru tekin lán á grundvelli leigusamnings við ríkissjóð að andvirði 600 milljónir króna og 495 milljónir króna vegna fjármögnunar fjárfestinga Húsnæðisskrifstofu á leiguíbúðum. Skuldaviðmið Hafnarfjarðarbæjar var 112% í árslok 2019, en það hélst óbreytt milli ára og er vel undir 150% skuldaviðmiði samkvæmt reglugerð um fjárhagsleg viðmið og eftirlit með fjármálum sveitarfélaga. Heildarskuldir og skuldbindingar námu samtals 45.300 milljónum króna og hækkuðu um 2.109 milljónir króna á milli ára. Heildareignir í lok árs námu samtals 59.536 milljón króna og jukust um 3.566 milljónir milli ára.
Ársreikning Hafnarfjarðarbæjar 2019 má nálgast HÉR
Ársreikninga og árshlutareikninga fyrri ára má nálgast HÉR
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…