Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Anton Sveinn McKee úr SH var kjörinn Íþróttakarl Hafnarfjarðar 2019 og einnig 4. besti á landsvísu. Bæjarblaðið Hafnfirðingur ræddi við Anton sem er gríðarlega þakklátur og hefur sett sér mikilvæg markmið.
„Þetta er fyrst og fremst gífurlegur heiður. Eftir að hafa fórnað mörgu til að komast á þann stað sem ég er á í dag í sundinu, þá horfi ég á þessa viðurkenningu sem staðfestingu á því að ég sé á réttri braut í lífinu. Mér hefði ekki dottið í hug að ég ætti séns að ná þessum viðurkenningum í byrjun ársins 2019, þannig að komast svona langt á einu ári er mikil hvatning fyrir Ólympíuárið 2020,“ segir Anton og bætir við að markmið hans fyrir árið í ár sé að vera besta útgáfan af sjálfum sér, reyna að bæta sig á hverjum degi og njóta þess að fá að synda.
„Eftir að ég byrjaði aftur að synda eftir pásu árið 2017 þá hef ég horft á sundið sem forréttindi og ég er gífurlega þakklátur fyrir að geta stungið mér til sunds fyrir Íslands hönd á stærstu mótum í heimi. Með því að einblína á þessi markmið þá mun árangurinn í sundinu koma sjálfkrafa.“
Anton ásamt íþróttakonu Hafnarfjarðar 2019, Þórdísi Evu Steinsdóttur frjálsíþróttakonu úr FH, og Rósu Guðbjartsdóttur bæjarstjóra Hafnarfjarðar. Mynd: Olga Björt Þórðardóttir
Hætti 2017 en Ólympíuleikarnir framundan
Anton flutti frá Boston í USA til háskólabæjar í Virginíu til að einbeita sér að sundinu. „Hér hef ég frábæran þjálfara, Sergio Lopez, sem ég treysti vel til að taka mig alla leið á Ólympíuleikunum. Einnig er ég í styrktarþjálfun hjá Davíð Jónatanssyni, en hann sér um þrekið fyrir SH-inga.“ Spurður um stöðu afreksfólks í sundi og hugarfarið sem þarf til segir Anton að því miður sé erfitt að vera afreksmaður í sundi og líka öðrum Ólympíuíþróttum á Íslandi. „Ég hætti að synda árið 2017 og var með engar áætlanir um að koma aftur. Ég sá ekki fram á að geta bara æft sundið og fór því að vinna í Bandaríkjunum. Eftir að hafa ekki snert sundlaug í rúma 6 mánuði fór mig að kitla aðeins í að byrja æfa aftur. Eftir þetta hef ég einblínt á að njóta þess að synda og hefur það skilar sér. Það sem hefur haldið mér gangandi og er jafnframt eiginleikinn sem þarf í þetta er viljinn til að sjá hvað í sér býr. Ég veit ég á mun meira inni og þess vegna langar mér að halda áfram að æfa. Ólympíuleikarnir eru stærsta íþróttahátíð í heimi og enginn stærri heiður til en að fá að keppa þar fyrir hönd Íslands.“
Félag Antons, Sundfélag Hafnarfjarðar, var valið lið ársins 2019 á Íþróttahátíð Hafnarfjarðar. Mynd: Olga Björt Þórðardóttir
„Aldrei hætta að læra“
Anton segir að frábærir og vel menntaðir þjálfarar þjálfarar og aðstaða gerir Íslendingum kleift að ala upp heimsklassa sundfólk. „Ásvallalaugin hefur án efa hjálpað SH að verða sterkasta félagið á Íslandi. Að hafa svona góða aðstöðu gerir okkur kleift að einbeita okkur að því að verða betri, í staðinn fyrir að berjast við íslenska veðráttu í Suðurbæjarlauginni.“ Að lokum er Anton með skilaboð til þeirra sem vilja ná langt: „Aldrei hætta að læra og góðir hlutir gerast hægt. Ég er ennþá að læra að verða betri sundmaður í dag, þrátt fyrir að hafa æft sund í yfir 20 ár. Það er ekki hægt að ætlast til að verða góður á skömmum tíma. Frekar á maður að setja sér krefjandi en viðráðanleg markmið og nota sjálfan sig sem mælistiku í staðinn fyrir að eyða orku í að fylgjast með því hvað aðrir eru að gera. Mikilvægasta spurningin sem ég spyr mig daglega er: „Gerði ég allt til þess að verða betri í dag en ég var í gær?“
Viðtal við íþróttakarl Hafnarfjarðar 2019 birtist í Hafnfirðingi 8. janúar
Fuglaflensa hefur greinst á höfuðborgarsvæðinu. Heilbrigðiseftirlit sveitarfélagsins hefur samið við Dýraþjónustu Reykjavíkur um að fjarlæga dauða fugla. Meindýraeyðar þurfa staðsetningu…
Drög að nýrri umhverfis- og auðlindastefnu fyrir Hafnarfjörð liggja fyrir. Kallað er eftir þátttöku íbúa í rýni á drögum og…
Ákveðið hefur verið að setja upp tvo nýja ærslabelgi í Hafnarfirði á árinu 2025 á völdum opnum svæðum í bænum…
Alls voru 524 nýjar íbúðir fullbúnar í Hafnarfirði í fyrra. Þær bættust í hóp 11 þúsund íbúða í bæjarfélaginu. Nýjum…
FH, Hafnarfjarðarbær og Íþróttabandalag Hafnarfjarðar (ÍBH) hafa tekið höndum saman og bjóða frá 15. janúar fótboltaæfingar fyrir börn í 1.-10.…
Tafir hafa orðið á sorphirðu nú á nýju ári. Ljóst er að tunnurnar verða tæmdar viku á eftir áætlun. Unnið…
Algjörar skvísur verður sú fimmtánda í haustsýningarröð Hafnarborgar. Verkefnið hefur það að markmiði að gefa breiðu sviði sýningarstjóra kost á…
Alls sátu 100 foreldrar PMTO-foreldrafærninámskeið hjá Hafnarfjarðarbæ í fyrra. Foreldrarnir fá kennslu og eru þjálfaðir í styðjandi leiðum í uppeldishlutverki…
Nýr bæjarstjóri Hafnarfjarðar, Valdimar Víðisson, er með opna viðtalstíma alla þriðjudaga frá kl. 9:30 – 11:30. Viðtalstímar eru bókaðir í…
Hafnarfjarðarbær auglýsir eftir umsóknum um styrki úr húsverndarsjóði Hafnarfjarðar. Hlutverk sjóðsins er að stuðla að varðveislu og viðhaldi eldri húsa…