Aðalgötur í Hafnarfirði háþrýstiþvegnar

Fréttir

Vorsópun á götum innan hverfa í Hafnarfirði er nú lokið en sópun á stéttum og göngustígum stendur enn yfir. Sópun og háþrýstiþvottur á aðalgötum Hafnarfjarðarbæjar hófst í síðustu viku og mun ljúka í vikunni. 

Vorsópun á götum innan hverfa í Hafnarfirði er nú lokið en sópun á stéttum og göngustígum stendur enn yfir. Sópun og háþrýstiþvottur á aðalgötum Hafnarfjarðarbæjar hófst í síðustu viku og mun ljúka í vikunni. Þannig er unnið hörðum höndum að því að stuðla að hreinna umhverfi og betri loftgæðum. Háþrýstiþvottur á aðalgötum er nýjung hjá Hafnarfjarðarbæ en einungis umferðareyjur hafa til þessa verið háþrýstiþvegnar að hverfahreinsun lokinni. 

Sópun og þvottur á aðalgötum stendur yfir samkvæmt áætlun

Hafnarfjarðarbær sér um sópun og þvott á aðalgötum að undanskyldum Reykjavíkurvegi, Fjarðargötu og Strandgötu sem Vegagerðin sér um og verða þær götur sópaðar og þvegnar á næstu tveimur vikum. Sópun og þvottur þetta vorið hefur gengið vel fyrir sig og það með virkri þátttöku íbúa. Bænum var skipt upp í 14 hverfi og hverfin skiltuð upp degi fyrir sópun með tilkynningu um fyrirhugaða sópun.

Hreinn bær okkur kær! 

Ábendingagátt