Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Finndu tengilið farsældar fyrir barnið þitt og úrræðalista skóla og Hafnarfjarðarbæjar.
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Já, það verður eitthvað gott í pokahorninu og búast má við að allir sem þangað mæti fái eitthvað fallegt á jóladagskrá Nýsköpunarsetursins við Lækinn. Tökum öll þátt.
Aðdragandi jóla verður enn betri með þéttri dagskrá í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Fjöldi viðburða verður og ljóst að viðburðirnir í húsinu eru frábær viðbót við yndislega dagskrá í aðdraganda jólanna hér í Hafnarfirði. Kíkjum á.
Á hverju ári, þegar desember nálgast og myrkrið leggst yfir bæinn, fær ein sérstök hefð nýtt líf í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn. Þá eru teknar fram dýrmætar jólamyndir sem fyrrum nemendur Lækjarskóla sköpuðu fyrir áratugum síðan. Þið eruð hjartanlega velkomin á þessa hátíðlegu stund þegar tendrað verður á
Notaleg stemning, tónlist, heitt kakó og jólasveinn kemur kannski í heimsókn.
Komið og hefjið jólin með okkur – jólagleði fyrir alla fjölskylduna!
Jólaland Kubbsins opnar í fyrsta sinn í ár. Gestum er boðið að stíga inn í fallegt, hlýlegt og bjart jólarými sem gleður unga sem og aldna. Sýningarsalur Nýsköpunarsetursins við Lækinn verður opinn alla daga frá kl. 09:00–22:00 yfir hátíðarnar.
Við hvetjum öll til að koma við, rölta um jólalandið, njóta jólaskreytinga og fá sér kaffi eða heitt kakó í rólegheitum.
Milli kl. 15:00 og 19:00 opnar tæknismiðjan í Nýsköpunarsetrinu dyr sínar fyrir öllum sem langar að hanna sína eigin jólapeysu. Með aðstoð starfsfólks og tækja eins og vínylskera og hitapressu getur þú búið til einstaka peysu – eða jafnvel skreytt taupoka eða annað bómullarefni.
Einungis er greitt fyrir efnivið. Koma má með eigin peysu eða flík til að skreyta.
Hlýtt og notalegt andrúmsloft, heitt á könnunni og góð stemning bíður þeirra sem vilja sameina sköpunargleði og jólaanda. Vertu með!
Vantar þig enn að klára að kaupa jólagjafir? Þarftu að losa þig við flík eða finna jóladressið? Eða langar þig einfaldlega að selja listaverkin þín?
Þann 5. des kl. 17:00-20:00 býður Nýsköpunarsetrið á jólamarkað í Kubbinum. Þar gefst þátttakendum og gestum tækifæri á að finna, jólaskraut, fatnað og listaverk eða jólagjöfum, á umhverfisvænan og skapandi hátt- með því að skipta, selja eða kaupa á viðráðanlegu verði.
Öll eru hvött til að koma með notaðar, heillegar og snyrtilegar vörur, jafnvel í anda jólanna og taka þátt í að skapa fallega og sjálfbæra jólahefð.
Listafólki gefst einnig kostur á að selja eigin verk í þessu hlýlega og fjölbreytta umhverfi – frábær leið til að styðja við heimafólk og finna einstakar jólagjafir með persónulegu ívafi.
Við hlökkum til sjálfbærra og skapandi hátíða, með þinni hjálp!
Athvarfið Lækur, sem er athvarf fyrir fólk sem vill rjúfa félagslega einangrun, heldur opnunarsýningu þar sem sjá má afrakstur fjölda listamanna sem eiga það öll sameiginlegt að vera tíðir gestir á Læk. Verkin voru unnin í haust undir handleiðslu starfsfólks Nýsköpunarsetursins, þar sem þátttakendur fengu tækifæri til að þróa hæfileika sína og skapa einstök verk.
Kaffi og piparkökur í boði. Gestir fá tækifæri til að hitta og spjalla við listafólkið á bak við verkin og listferlið sjálft. Sýningin stendur yfir til 21. desember. Öll velkomin.
Milli kl. 15:00 og 19:00 opna tæknismiðjan og tilraunarsmiðjan í Nýsköpunarsetrinu dyr sínar fyrir almenningi og bjóða í skapandi jólastund. Komdu í að gera DIY jólagjafir eða kortagerð – nýttu aðstöðuna, prófaðu þrívíddarprentara, laserskera eða vínylskera, eða einfaldlega málaðu og hannaðu fallegt verk frá hjartanu. Starfsfólk á staðnum er reiðubúið að aðstoða og leiðbeina.
Greitt er eingöngu fyrir efnivið – hlýtt og notalegt andrúmsloft, heitt á könnunni og góð stemning bíða allra sem vilja sameina sköpunargleði og jólaanda.
Vertu með og skapaðu þínar eigin jólagjafir!
Frá kl. 15:00 til 19:00 verða tæknismiðjan og tilraunarsmiðjan í Nýsköpunarsetrinu opin öllum sem vilja skapa sitt eigið jólaskraut. Hér færðu tækifæri til að hanna einstök skraut – hvort sem það er úr tré, plasti, vínyl eða öðru efni sem fangar jólaandann.
Hægt er að nýta þrívíddarprentara, laserskera eða vínylskera, eða einfaldlega grípa í pensil og skreyta á sinn hátt. Starfsfólkið á staðnum er ávallt tilbúið að leiðbeina og hjálpa hugmyndinni að verða að veruleika.
Aðeins er greitt fyrir efnivið, en með í pakkanum fylgir hlýleg jólastemning og sköpunargleði í loftinu.
Pop-up listasýning verður haldin í Kubbinum í Nýsköpunarsetrinu við Lækinn þann 19. desember .
Frekari upplýsingar verða auglýstar síðar – haltu dagsetningunni frá! ✨
Þér og þínum er boðið í huggulega jólafögnuðinn okkar þann 22. desember. Fögnuðurinn hefst kl. 13:00 og stendur yfir til kl. 19:00 í fallega húsinu okkar við Lækinn. Komið með börnin, fjölskyldu eða vini og eyðið streitulausum, notalegum og skemmtilegum eftirmiðdegi, þar sem jólaandi, sköpun og samvera mætast.
Dagskráin er fjölbreytt og öllum er velkomið að skoða rýmið, kynnast húsinu og taka þátt í hátíðlegum viðburðum dagsins.
Í Hreiðrinu verður sýnd jólamynd þar sem gestir geta notið afslappaðar stemningar í hlýju umhverfi. Í húsinu finnst innpökkunarborð þar sem gestir geta pakkað inn jólagjöfum sínum á fallegan og skapandi hátt.
Í Tæknismiðjunni og Tilraunarsmiðjunni fer fram jóla- og kortasmiðja, þar sem allir geta látið sköpunarkraftinn njóta sín og útbúið einstakar gjafir eða kort.
Heitt kakó og kaffi, piparkökur í Bollanum og jólatónlist sem ómar um ganga skapa hlýlegt og notalegt andrúmsloft. Listasýningar í húsinu standa enn yfir og Jólaland er opið fyrir alla gesti.
Komið og finnið hlýjuna á köldum vetrardegi, njótið fagurs jóla umhverfis og fagnið jólunum með okkur í Nýsköpunarsetrinu.
Fjölskyldur og börn hjartanlega velkomin!
Sóli Hólm hefur aldrei sýnt oftar í Bæjarbíói en fyrir þessi jól. Alls 41 sýning og sú síðasta á Þorláksmessu.…
„Hafnarfjarðarkortið er lykillinn að Hafnarfirði,“ segir Þóra Hrund Guðbrandsdóttir, framkvæmdastjóri Markaðsstofu Hafnarfjarðar um þetta glænýja hafnfirska gjafa- og inneignarkort „Þetta…
Fjórða helgin okkar í Jólaþorpinu verður yndisleg. Veðrið mun leika við gesti en fyrst og fremst munu allar þær gersemar…
Börn fá frístundastyrk frá þriggja ára aldri. 10,6 milljarðar verða settir í fjárfestingar. Einnig verður sett fjármagn í uppbyggingu nýs…
Hjörtu okkar Hafnarfjarðar skarta fjólubláum lit í dag á alþjóðadegi fatlaðs fólks. Dagurinn er 3. desember ár hvert til að…
Menntastefna Hafnarfjarðarbæjar var kynnt á starfsdegi astarfsfólks frístundar-, grunnskóla- og leikskóla Hafnarfjarðarbæjar þann 14. nóvember. Þátttakendur gátu valið um ólíka…
Ný stefna um móttöku skemmtiferðaskipa í Hafnarfirði hefur verið samþykkt af bæjarráði. Stefnan gildir til 2035.
Um 30 útskrifuðust úr Leiðtogaskóla Hafnarfjarðarbæjar á dögunum. Nú hafa 90 stjórnendur bæjarins útskrifast. Kennslan eflir bæjarbraginn.
Mæðgurnar Lára Alda Alexandersdóttir og Silja Þórðardóttir lærðu saman að verða gusumeistarar. Þær nota kraftana í Herjólfsgufunni við Langeyrarmalir.
„Ég finn að Hafnfirðingar eru stoltir af Jólabænum og Jólaþorpinu á Thorsplani,“ segir Sunna Magnúsdóttir, verkefnastjóri Jólaþorpsins sem orðið er…