Fjölbreytt afleysingastörf

Fréttir

Hafnarfjarðarbær hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á tímabundin afleysingastörf. Þetta gæti verið sérlega hentugur kostur ef þú að leita þér að starfsreynslu, aukavinnu, hlutastarfi, tímavinnu.

Er tímabundin afleysing í skemmtilegu umhverfi eitthvað sem hentar þér?

Hafnarfjarðarbær hefur tekið upp á þeirri nýbreytni að bjóða upp á tímabundin afleysingastörf. Þetta gæti verið sérlega hentugur kostur ef þú að leita þér að starfsreynslu, aukavinnu, hlutastarfi, tímavinnu.

Mögulegt er að skrá sig á opinn lista fyrir öll störf eða á ákveðnu sviði (leikskólar, grunnskólar, tónlistarskóli og málefni fatlaðs fólks) og aðlaga starfshlutfall og vinnutíma að námi eða daglegum verkefnum. 

Afleysingarstörfin eru ekki auglýst sérstaklega heldur um að ræða grunn umsækjenda sem stjórnendur og/eða mannauðsdeild geta leitað í. Hér er um að ræða störf sem ekki er ætlað að standa lengur en til 12 mánaða samfellt.

Umsóknir um afleysingarstörf gilda ekki við úrvinnslu á störfum sem auglýst eru sérstaklega. Allir umsækjendur um afleysingarstarf eru því hvattir til að vera vel vakandi og fylgjast með öllum auglýstum störfum á vef bæjarins og sækja sérstaklega um ef ákveðið starf vekur áhuga. Umsókn um afleysingarstarf er virk í sex mánuði.

Sæktu um á ráðningarvef Hafnarfjarðarbæjar: hfj.is/storf

Ábendingagátt