Aðstaða til lærdóms og lesturs

Fréttir

Í ljósi þess að framhaldsskólar landsins munu kenna flest sín bóklegu fög í fjarnámi, í það minnsta nú fyrst um sinn, hefur starfsfólk ungmennahússins Hamarsins að Suðurgötu 14 ákveðið að bjóða upp á aðstöðu til lærdóms. Einnig býður Bókasafn Hafnarfjarðar upp á slíka aðstöðu. 

Ertu á aldrinum 16-25 og vantar aðstöðu til að læra í upphafi vetrar? 

Í ljósi þess að framhaldsskólar landsins munu kenna flest sín bóklegu fög í fjarnámi, í það minnsta nú fyrst um sinn, hefur starfsfólk ungmennahússins Hamarsins að Suðurgötu 14 ákveðið að bjóða upp á aðstöðu til lærdóms. 

HamarinnAdstada

Vert er að taka fram að Hamarinn er ekki þögull staður og ef áhugasamir sækjast eftir slíkri aðstöðu er bent á Bókasafn Hafnarfjarðar. Bókasafnið er með lesstofu á 3. hæð sem ætluð er 16 ára og eldri.  Lesstofan, sem er opin á opnunartíma safnsins, er með ókeypis þráðlaust net rétt eins og Hamarinn.  

Einstaklingsbundnar sýkingavarnir eru hornsteinn þess að koma í veg fyrir útbreiðslu COVID-19. Þær fela sér í lagi í sér handþvott, handsprittun og nálægðartakmörkun (2ja metra reglan). Allir notendur safns og ungmennahúss eru beðnir um að halda í heiðri 2ja metra reglunni og öðrum sóttvörnum. 

Ungmennahúsið Hamarinn verður opinn í september 2020 sem hér segir:

  • Mánudaga  frá kl. 10:00 – 23:00
  • Þriðjudaga frá kl. 10:00 – 17:00
  • Miðvikudaga frá kl. 10:00 – 23:00
  • Fimmtudaga frá kl. 10:00 – 17:00
  • Föstudaga frá kl. 10:00 – 19:00

Starfsfólk Hamarsins og Bókasafns Hafnarfjarðar tekur vel á móti ykkur! 

Ábendingagátt