Ærslabelgur á Víðistaðatúni – breyttur opnunartími

Fréttir

Ærslabelgur á Víðistaðatúni hefur notið mikilla vinsælda í sumar og hefur belgurinn verið opinn frá kl. 9 til kl. 22 alla daga vikunnar. Nú í haust verður belgurinn opinn frá kl. 9 – 18 en þegar frysta tekur og veturinn færist yfir þá verður slökkt á belgnum þar til vora tekur að nýju. 

Ærslabelgur á Víðistaðatúni hefur notið mikilla vinsælda í sumar og hefur belgurinn verið opinn frá kl. 9 til kl. 22 alla daga vikunnar.  Nú í haust verður belgurinn opinn frá kl. 9 – 18 en þegar frysta tekur og veturinn færist yfir þá verður slökkt á belgnum þar til vora tekur að nýju. 

Loftknúin hoppudýna fyrir fólk á öllum aldri

Ærslabelgur er loftknúin niðurgrafin hoppudýna sem er jafnhá landslaginu og er hugsaður fyrir fólk á öllum aldri sem hefur áhuga á að hoppa og leika sér. Allir „hopparar“ eru vinsamlegast beðnir um að skemmta sér kostulega en fara á sama tíma varlega og eftir þeim umgengnisreglum sem settar hafa verið upp við belginn. Belgurinn er tímastilltur og verður loft í honum nú í haust (meðan veður leyfir) frá kl. 9 – 18 alla daga. Allt loft verður tekið úr belgnum um leið og frysta tekur. 

Ábendingagátt