Ærslabelgir – breyttur opnunartími

Fréttir

Ærslabelgirnir þrír sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði hafa notið mikilla vinsælda í sumar. Yfir sumartímann eru belgirnir opnir frá kl. 9 – 22 alla daga vikunnar. Frá og með 1. september verða belgirnir opnir frá kl. kl. 9 – 20 alla daga allt þar til frysta tekur og veturinn færist yfir. Slökkt er á ærslabelgunum yfir vetrartímann þar til vora tekur að nýju.

Opnunartími á ærslabelgjum helst í hendur við útivistartíma barna og ungmenna  

Ærslabelgirnir þrír sem settir hafa verið upp í Hafnarfirði hafa notið mikilla vinsælda í sumar.  Yfir sumartímann eru belgirnir opnir frá kl. 9 – 22 alla daga vikunnar. Frá og með 1. september verða belgirnir opnir frá kl. kl. 9 – 20 alla daga allt þar til frysta tekur og veturinn færist yfir.  Viðmiðið er að hafa belgina opna meðan hægt er og það í takti við gildandi útivistarreglur. Slökkt er á ærslabelgunum yfir vetrartímann þar til vora tekur að nýju.

Útivistarreglur frá 1. september – 1. maí

  • 12 ára börn og yngri mega ekki vera úti eftir kl. 20
  • 13 – 16 ára börn mega ekki vera úti eftir kl. 22 
  • Útivistarreglurnar eru samkvæmt barnaverndalögum og mega börn ekki vera á almannafæri utan ofangreindra tíma nema í fylgd með fullorðnum. Bregða má út af reglunum þegar börn 13-16 ára eru á heimleið frá viðurkenndri skóla-, íþrótta- eða æskulýðsskemmtun. Aldur miðast við fæðingarár. 

Sameign allra Hafnfirðinga 

Hafnarfjarðarbær minnir á að ærslabelgirnir eru sameign allra Hafnfirðinga og því allra hagur að umgengni sé góð. Hjálpumst að við að halda þeim heilum þannig að hægt sé að tryggja hoppandi hamingju og gleði inn í haustið. Það gerum við aðeins saman!

Ábendingagátt