Ærslabelgir komnir í vetrardvalann

Fréttir

Nú hafa ærslabelgirnir í Hafnarfirði verið lagðir í vetrardvalann. Við getum þó öll farið að hlakka til því stefnt er að því að setja upp tvo nýja belgi á nýju ári.

Ærslabelgirnir bíða til næsta sumars!

Ærslabelgir Hafnarfjarðar hafa verið tæmdir og bíða betri tíðar. Ærslabelgirnir eru orðnir fimm og þeim fjölgar á nýju ári. Stefnt er að því að setja upp tvo nýja belgi á nýju ári og því geta fastagestir farið að hlakka til. Yfir sumartímann eru allir ærslabelgirnir opnir frá kl. 9 – 22 alla daga vikunnar.

Hvar eru Ærslabelgirnir nú?
  • Ærslabelgur á Víðistaðatúni
  • Ærslabegur á Óla Run túni
  • Ærslabelgur í Setbergi
  • Ærslabelgur við Hraunvallaskóla
  • Ærslabelgur í Áslandi

Ærslabelgirnir hafa notið mikilla vinsælda í sumar og verið vinsæll samkomustaður fjölskyldna, barna og ungmenna. Um leið og vora tekur að nýju og áður en við vitum af verður loft sett að nýju í fallegu og litríku belgina okkar. Þar til þá hvetjum við hafnfirskar fjölskyldur, ungmenni og börn til að nýta aðra möguleika til útivistar, samveru og skemmtunar.

Hér koma nokkrar hugmyndir frá Heilsubænum Hafnarfirði:

Aðdáendur ærslabelgja geta svo þegar tíðin er betri hoppað um allt land. Hér má finna kort sem leiðir hvert og eitt okkar á þessa gleðibelgi.

 

Ábendingagátt