Ærslabelgir lagðir í vetrardvalann

Fréttir

Frá og með deginum í dag, miðvikudeginum 4. nóvember, munu ærslabelgir á Víðistaðatúni og á Óla Run túni vera loftlausir og þannig lagðir í vetrardvalann.

Frá og með deginum í dag munu ærslabelgir á Víðistaðatúni og á Óla Run túni vera loftlausir og þannig lagðir í vetrardvalann. Til stóð að halda lofti í belgnum allt fram að frostatíð en í ljósi hertra sóttvarnaraðgerða, öryggisins vegna og þess að skemmd er komin í belg á Víðistaðatúni þá hefur verið ákveðið að tæma belgina og undirbúa þá fyrir veturinn.

Ærslabelgirnir hafa notið mikilla vinsælda í sumar og verið vinsæll samkomustaður fjölskyldna, barna og ungmenna. Um leið og vora tekur að nýju og áður en við vitum af verður loft sett að nýju í fallegu og litríku belgina okkar. Þar til þá hvetjum við hafnfirskar fjölskyldur, ungmenni og börn til að nýta aðra möguleika til útivistar, samveru og skemmtunar. 

Hér koma nokkrar hugmyndir frá Heilsubænum Hafnarfirði:

 

Ábendingagátt