Ærslabelgjum fjölgar í Hafnarfirði

Fréttir

Glaðbeittir krakkar í sumarfrístund í Krakkabergi í Setbergsskóla tóku fyrsta hoppið og opnuðu þannig formlega nýjan ærslabelg í Stekkjarhrauni í Setbergi í dag. Fyrir eru tveir ærslabelgir í Hafnarfirði, á Víðistaðatúni og Óla Run túni, sem notið hafa mikilla vinsælda. Vonir standa til þess að hægt verið að opna fjórða belginn fljótlega og það á Völlunum í Hafnarfirði. 

Hopp og skopp er
nú mögulegt á fleiri stöðum

Glaðbeittir krakkar í sumarfrístund í Krakkabergi í
Setbergsskóla tóku fyrsta hoppið og opnuðu þannig formlega nýjan ærslabelg í
Stekkjarhrauni í Setbergi í dag. Fyrir eru tveir ærslabelgir í Hafnarfirði, á Víðistaðatúni
og Óla Run túni, sem notið hafa mikilla vinsælda. Vonir standa til þess að hægt
verið að opna fjórða belginn fljótlega og það á Völlunum í Hafnarfirði. Mikið líf
og fjör hefur skapast í kringum ærslabelgina en þeir eru opnir í takti við
útivistartíma eða lengst til kl. 22 á kvöldin yfir sumartímann.

IMG_9189

Nýr ærslabelgur er í Stekkjarhrauni, skammt frá leikskólanum Hlíðarenda 

Fjórir ærslabelgir á tveimur árum 

Allt frá því að ákvörðun bæjaryfirvalda í Hafnarfirði um
kaup og uppsetningu á ærslabelgi var tekin vorið 2019 lá fyrir vilji fyrir því
að setja upp belgi á fleiri stöðum í bænum. Ærslabelgur á Víðistaðatúni var opnaður
sumarið 2019 og belgur á Óla Run túni ári seinna eða 17. júní 2020. Í ár
stendur til að opna tvo nýja ærslabelgi og hefur þeim því fjölgað nokkuð hratt
í Hafnarfirði eða úr einum í fjóra á aðeins tveimur árum. Er fjölgun í takti
við vilja og óskir bæjarbúa.

Hvað er
ærslabelgur?

Ærslabelgur er niðurgrafin loftknúin hoppudýna sem
er jafnhá landslaginu og hugsuð er fyrir fólk á öllum aldri til að njóta og
leika sér við að hoppa og skoppa. Ærslabelgirnir eru
tímastilltir og opnir frá kl. 9-22 alla daga vikunnar yfir sumartímann og frá kl.
9-18 vor og haust þar til frysta tekur og veturinn færist yfir. Ærslabelgirnir
eru loftlausir yfir frostmánuðina. Allir „hopparar“ eru vinsamlegast beðnir um
að skemmta sér kostulega en fara á sama tíma varlega og eftir þeim reglum
sem gilda. Og munum að belgirnir eru sameign allra Hafnfirðinga og
því allra hagur að umgengni sé góð.

Hjálpumst að við að halda þeim heilum þannig að hægt sé að tryggja hoppandi hamingju og gleði í allt sumar.
Það gerum
við aðeins saman.

Ábendingagátt