Kynntu þér göngu- og hjólaleiðir, fjölbreytt íþróttastarf eða sundlaugar bæjarins en frítt er í sund fyrir 18 ára og yngri.
Börn og ungmenni hafa aðgang að góðri menntun, frístund og fjölbreyttum tómstundum.
Praktískar upplýsingar um strætó, sorphirðu, götuhreinsanir, umferð, dýrahald og fleira.
Hafnarfjarðarbær reynir að tryggja fjárhagslegt og félagslegt öryggi allra íbúa. Kynntu þér hvaða aðstoð er í boði.
Hér er að finna upplýsingar um úrræði fyrir börn og fjölskyldur á vegum Hafnarfjarðarbæjar
Þjónustuverið sinnir margvíslegri þjónustu og upplýsingagjöf fyrir íbúa, fyrirtæki og ferðamenn í Hafnarfirði.
Í Hafnarfirði er menningarhúsið Bæjarbíó, ýmis söfn og reglulegir viðburðir á dagskrá.
Hægt er að gista á hótelum, gistiheimilum eða fjölskylduvænu tjaldsvæði.
Í Hafnarfirði eru margir möguleikar til að létta lundina með útivist og hreyfingu.
Skoðaðu hvaða spennandi viðburðir eru fram undan eða skráðu nýjan.
Hlæðu með álfum og víkingum í menningu bæjarins.
Frá hugmynd að húsi. Allar upplýsingar sem tengjast því að byggja mannvirki.
Skoðaðu teikningar af húsum, lausar lóðir, vatns- eða hitafráveitur, staðsetningar grenndargáma, bekkja, leikvalla og margt fleira.
Upplýsingar um allar lóðir sem eru lausar til úthlutunar.
Kynntu þér hvaða skipulagsmál eru á döfinni í bænum.
Leitaðu eftir starfsfólki eða starfi hjá bænum.
Bæjarstjórn Hafnarfjarðar er skipuð 11 bæjarfulltrúum. Bæjarstjórnarfundir eru öllum opnir og sendir út í beinni útsendingu.
Skoðaðu fundargerðir allra ráða og nefnda bæjarins.
Skoðaðu opið bókhald bæjarins, húsnæðisstefnu og gögn um vefinn á einfaldan og myndrænan máta.
Hér má finna gjaldskrár bæjarins fyrir margs konar þjónustur sem boðið er upp á.
Kynntu þér stjórnskipulag Hafnarfjarðar, ráð og nefndir málaflokka og stefnur þeirra.
Vertu með á nótunum og fylgstu með fréttum, tilkynningum og auglýsingum um starfsemi bæjarins.
Hafnarfjarðarbær hefur verið þátttakandi í tilraunaverkefni fjármála- og velferðarráðuneytis um innleiðingu jafnlaunastaðals síðan 2013 en markmiðið er að eyða óútskýrðum launamun og uppfylla lagaskyldu atvinnurekenda um að greiða konum og körlum jöfn laun og tryggja að þau njóti sömu kjara fyrir sömu eða jafn verðmæt störf.
Í upphafi var ráðinn verkefnastjóri sem sinnti áætlanagerð vegna innleiðingar, en eftir að ýmsum hindrunum hafði verið rutt úr vegi tók stýrihópur, svokallað jafnlaunaráð, til starfa í byrjun árs 2016. „Innleiðingin felst að mestu leyti í því að skjalfesta það verklag sem hefur verið viðhaft hingað til. Hér eru engar kollvarpanir á ferð en þessi vinna hefur leitt af sér ýmis umbótaverkefni“ segir Andri Ómarsson verkefnastjóri hjá Hafnarfjarðarbæ. Hafnarfjarðarbær hefur á tímabilinu mótað launastefnu, uppfært jafnréttisáætlun og látið gera greiningu á launum karla og kvenna. Samkvæmt staðlinum skal umfang kerfisins ná til alls starfsfólks en hjá Hafnarfjarðarbæ starfa að jafnaði um 1800 starfsmenn á 70 starfsstöðum. „Þar sem Hafnarfjarðarbær er stór vinnustaður verða ýmis verkefni risastór og tímafrek. Menntun er t.d. einn þáttur sem hefur áhrif á laun og því þótti mikilvægt að skrá menntun starfsfólks. Ég held að það hafi tekið okkur um þrjá mánuði að fara í gegnum skjalaskápa og skrá menntun allra í mannauðskerfið. En það þýðir að við getum reiknað fyrir áhrifum menntunar og fleiri þátta í jafnlaunaúttekt til þess að finna þann launamun sem eingöngu verður rakinn til kyns“ segir Andri. Gæðastjóri var ráðinn til Hafnarfjarðarbæjar í upphafi árs sem meðal annars kemur sterkur inn í þetta umfangsmikla verkefni.
Fyrstu niðurstöður jafnlaunaúttektar benda til þess að allt sé á réttri leið og eru markmið Hafnarfjarðarbæjar á þessu sviði háleit. Verið er að rýna ferla, skilgreina og flokka störf og bregðast við frávikum með það fyrir augum að útrýma óútskýrðum launamun. „Þegar við teljum okkur hafa innleitt staðalinn með fullnægjandi hætti munum við leita til vottunarstofu til að fá staðfestingu á því að unnið sé eftir þeim kröfum sem staðallinn setur og hljóta jafnlaunamerki velferðarráðuneytis“ segir Andri að lokum.
Viðtal við Andra Ómarsson, verkefnastjóra hjá Hafnarfjarðarbæ var birt í Fréttatímanum laugardaginn 11. mars sl.
Bæjarstjórn og starfsfólk Hafnarfjarðarbæjar sendir íbúum og gestum heilsubæjarins Hafnarfjarðar hugheilar hátíðarkveðjur með hjartans þökk fyrir samstarf og samveru á…
Ég vil þakka kæru samstarfsfólki og ykkur bæjarbúum fyrir samstarfið og samveruna, traustið og hlýjuna á liðnum árum. Ég óska…
Hér má sjá hvernær sundlaugarnar okkar, bókasafnið, byggðasafnið, þjónustuver og Hafnarborg eru opnar yfir hátíðarnar. Einnig má hér finna hagnýtar…
Síðasta Jólaþorps-helgin er nú hafin. Fjölmargt að sjá og gera. Yndislegt er að stækka enn upplifunina með því að kíkja…
Ný skammtímadvöl fyrir fötluð börn, sem tók til starfa í Hafnarfirði í haust, var formlega opnuð í vikunni þegar starfsfólk…
Rósa Guðbjartsdóttir sat sinn síðasta bæjarstjórnarfund sem bæjarstjóri á miðvikudag. Ráðningasamningur við nýjan bæjarstjóra var undirritaður á fundinum. Rósu voru…
Hátt í sjötíu voru samankomin í undirgöngunum við Hörðuvelli á föstudagseftirmiðdag þegar Byggðasafn Hafnarfjarðar opnaði sýninguna sína Köldu ljósin. Sýningin…
Gleði, eftirvænting, friður, minningar og endurfundir eru hugtök sem eiga við dæmigerð íslensk jól, ritar Arnór Bjarki Blomsterberg, sóknarprestur í…
Söfn og stofnanir bæjarins verða opin á eftirfarandi dögum og tímum yfir hátíðarnar. Löng útlán á DVD myndum gilda á…
Bestu stundirnar um jólin leynast oft í stundlaugum bæjarins. Sundlaugar Hafnarfjarðar verða opnar um jól og áramót sem hér segir.