Af veðri og færð í Firðinum

Fréttir

Allir tiltækir starfsmenn bæjarins og verktakar hafa verið að sinna mokstri og hreinsun gatna og mokstri frá niðurföllum nær allan sólarhringinn síðustu daga. Grípa hefur þurft til tímabundinnar lokunar á götum vegna vatnsaga og hefur há sjávarstaða ekki hjálpað til. Öllum verkefnum er forgangsraðað eftir hverfum og unnin þannig að afköst og árangur verði sem mestur og bestur.

Staðan þokkaleg þrátt fyrir erfiðar veðuraðstæður –
rigning og frost í bland

Allir tiltækir starfsmenn bæjarins og verktakar hafa verið
að sinna mokstri og hreinsun gatna og mokstri frá niðurföllum nær allan
sólarhringinn síðustu daga. Grípa hefur þurft til tímabundinnar lokunar á götum
vegna vatnsaga og hefur há sjávarstaða ekki hjálpað til. Öllum verkefnum er
forgangsraðað eftir hverfum og unnin þannig að afköst og árangur verði sem
mestur og bestur.

Vinna stendur yfir í öllum hverfum og mun halda áfram næstu daga

Vinna stendur yfir í öllum hverfum bæjarins og mun halda
áfram næstu daga. Staða gatna og gönguleiða er hvað erfiðustu í efri byggðum
Áslands, í Skarðshlíð, Ásvallabrautin og á Völlunum. Önnur hverfi bæjarins eiga
að vera í þokkalegu lagi þótt alltaf sé hægt að gera betur í einni og einni
húsgötu. Erfitt hefur reynst að moka þröngar íbúagötur sem skyldi m.a. vegna fjölda
bíla í götum og því erfitt að koma vélum að sem geta unnið á þéttum og blautum
snjó og klaka. Til skoðunar er framkvæmd virku dagana eftir helgi sem miðar að
því að biðja íbúa um að færa bíla af ákveðnum götum í einu. Þessi framkvæmd
verður tilkynnt nánar. 

Ábendingagátt