Afabörnin koma með í bæinn – ljúflingurinn Bjössi

Fréttir

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár er tónlistarmaðurinn Björn Thoroddsen, eða Bjössi Thor, eins og hann er iðulega kallaður. Ljúflingurinn Bjössi hefur á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu fólks víða um heim, hlotið fjölda viðurkenninga og sannarlega auðgað menningarlíf æskubæjar síns Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. 

Hefur á einlægan hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu fólks

Bæjarlistamaður Hafnarfjarðar í ár er tónlistarmaðurinn Björn Thoroddsen, eða Bjössi Thor, eins og hann er iðulega kallaður. Ljúflingurinn Bjössi hefur á sinn einlæga og fallega hátt stimplað sig inn í hug og hjörtu fólks víða um heim, hlotið fjölda viðurkenninga og sannarlega auðgað menningarlíf æskubæjar síns Hafnarfjarðar með viðburðum sínum. 

Upptekinn við spilamennsku á aðventunni

Eins og flest tónlistarfólk er Bjössi mjög upptekinn við spilamennsku á aðventunni og hefur meðal annars til þessa ferðast víða um landið og jafnvel erlendis á þessum tíma árs. „Ég hef voðalega lítið annað gert og konan mín, Elín Margrét Erlingsdóttir, hefur séð um allt jólahald á heimilinu. Það má því segja að ákveðin skipting sé á verkum hjá okkur.“ Bjössi kann þó sannarlega að njóta aðventunnar og jólanna líka og finnst til að mynda mjög gaman að fara í miðbæ Hafnarfjarðar með eiginkonunni og barnabörnunum. Eru þá Jólaþorpið og Hellisgerði í mestu uppáhaldi. „Það er annars engin sérstök hefð hjá okkur og í raun unnið út frá því hvenær ég er laus og þá lögð áhersla á að njóta hverrar stundar.“

Bjössi rifjar upp til gamans að áður en miðbær Hafnarfjarðar var orðinn líflegur og fjölmennur eins og í dag, hafi hann sem strákur ætíð farið með móður sinni á Þorláksmessu til Reykjavíkur með Hafnarfjarðarstrætó. „Mér fannst Laugavegur alveg svakalega langur og ég dauðþreyttur eftir labb á milli verslana með mömmu. En mamma átti systur sem bjó við Snorrabraut og við enduðum alltaf hjá henni í köku og þá var einhvern veginn allt erfiðisins virði.

Þetta efni er úr jólablaði Hafnarfjarðar 2022

Ábendingagátt